"ÞAÐ er rætt og rætt en engar afstöður eða neitt ákveðið á borðinu enn sem komið er." Þannig lýsir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, stöðu kjaraviðræðna félagsins og samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga.

"ÞAÐ er rætt og rætt en engar afstöður eða neitt ákveðið á borðinu enn sem komið er." Þannig lýsir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, stöðu kjaraviðræðna félagsins og samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga.

Haldinn var formlegur samningafundur í húsnæði ríkissáttasemjara í gær og er boðað til næsta fundar á mánudaginn. Kjarasamningur grunnskólans er laus frá og með næstkomandi fimmtudegi 1. apríl.

Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga, segir lítið að fregna af gangi viðræðnanna. "Þetta voru ágætar viðræður en það liggja engar niðurstöður fyrir," segir hann.

Að sögn Finnboga eru viðræðurnar í svipuðum farvegi og hann átti von á. "Það þýðir að það er í raun ekkert uppi á borði, hvorki til eða frá."

Samninganefndirnar hafa m.a. verið að ræða saman um breytingar á vinnutíma og fleira en stærstu áherslumálin s.s. launabreytingar hafa enn ekki komið til umræðu.