Garðar og Berglind, sem starfa með Hugarafli, tóku á móti heilbrigðisráðherra í gær. Ráðherra kynnti sér starfsemi Hugarafls.
Garðar og Berglind, sem starfa með Hugarafli, tóku á móti heilbrigðisráðherra í gær. Ráðherra kynnti sér starfsemi Hugarafls. — Morgunblaðið/Jim Smart
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Jón Kristjánsson, heimsótti Hugarafl í Heilsugæslunni við Drápuhlíð í gær og þáði þar kaffi og með því. Hugarafl er nýstofnað félag einstaklinga sem átt hafa við geðræn vandamál að stríða en eru nú á batavegi og berst félagið m.a.

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Jón Kristjánsson, heimsótti Hugarafl í Heilsugæslunni við Drápuhlíð í gær og þáði þar kaffi og með því. Hugarafl er nýstofnað félag einstaklinga sem átt hafa við geðræn vandamál að stríða en eru nú á batavegi og berst félagið m.a. fyrir því að þeir sem þurfa að nota geðheilbrigðisþjónustu geti haft áhrif á hana með ýmsum hætti og miðlað þar með af reynslu sinni. Að sögn Bergþórs G. Böðvarssonar hjá Hugarafli tók ráðherra vel í hugmyndir Hugarafls um stofnun Hlutverkaseturs, þ.e. kaffihúss sem yrði samtvinnað margskonar starfsemi á borð við útgáfustarfsemi, fræðslu, vinnu við tenglakerfi, margs konar rannsóknarvinnu og starfsþjálfun o.s.frv. Segir Bergþór menn hafa verið sammála um að slík starfsemi væri best komin í miðbæ Reykjavíkur.

Í dag kl. 9 hefst ráðstefna félagsmálaráðuneytisins um málefni fatlaðra á Hótel Nordica en hún ber yfirskriftina Góðar fyrirmyndir. Þar er lögð áhersla á það sem vel hefur verið gert í þágu fatlaðra.