16. apríl 2004 | Íþróttir | 186 orð

Hrafn tekur við Þór frá Akureyri

HRAFN Kristjánsson mun þjálfa 1. deildar lið Þórs frá Akureyri í körfuknattleik á næstu leiktíð en Hrafn hefur stýrt KFÍ frá Ísafirði undanfarin tvö ár, en KFÍ endaði í 10. sæti af 12 liðum í úrvalsdeildinni í vetur.
HRAFN Kristjánsson mun þjálfa 1. deildar lið Þórs frá Akureyri í körfuknattleik á næstu leiktíð en Hrafn hefur stýrt KFÍ frá Ísafirði undanfarin tvö ár, en KFÍ endaði í 10. sæti af 12 liðum í úrvalsdeildinni í vetur.

Hrafn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að skrifað yrði undir samning á næstu dögum og framundan væri spennandi verkefni með efnilegt lið. "Það býr mikið í Þórsliðinu og ég tel að framtíðin sé björt hjá félaginu. Á þessari stundu er ekki víst hvort við fáum leikmenn til viðbótar þeim sem fyrir eru en ég veit að Þórshjartað er gríðarlega stórt hjá Óðni Ásgeirssyni og Magnúsi Helgasyni," sagði Hrafn en Óðinn lék með Ulriken Eagles í vetur í norsku úrvalsdeildinni og Magnús hefur leikið með KR undanfarin ár í úrvalsdeildinni. "Ég get ekkert sagt um það hvort þeir félagar muni leika með liðinu á næstu leiktíð, Óðinn er eftirsóttur leikmaður, en ég er vongóður um að þeir komi norður á ný og taki þátt í því að koma liðinu á ný í úrvalsdeild," sagði Hrafn. Þór endaði í 5. sæti 1. deildar og komst ekki í úrslitakeppnina.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.