21. september 2004 | Menningarlíf | 192 orð | 1 mynd

...mynd um málverkafölsunarmálið

EKKI missa af...

Horft út um glugga Hæstaréttar.
Horft út um glugga Hæstaréttar.
HEIMILDARMYNDIN Án titils eftir Þorstein J. fjallar um eitt stærsta sakamál síðari tíma á Íslandi, málverkafölsunarmálið svokallaða.
HEIMILDARMYNDIN Án titils eftir Þorstein J. fjallar um eitt stærsta sakamál síðari tíma á Íslandi, málverkafölsunarmálið svokallaða.

Hundruð mynda voru rannsökuð en í Hæstarétti voru Jónas Freydal Thorsteinsson og Pétur Þór Gunnarsson að lokum ákærðir fyrir að hafa falsað, eða látið falsa, nokkra tugi málverka. Málinu lauk þannig að Hæstiréttur vísaði því frá vegna formgalla.

Þorsteinn J. segist fagna því að myndin Án titils sé nú endursýnd.

"Það veitir ekki af. Í rauninni hefur ekkert breyst frá því myndin var frumsýnd í vor. Það hafa ekki ennþá komið neinar tillögur að úrbótum við þessum hamförum frá nefndinni sem menntamálaráðherra kom á laggirnar í kjölfar hæstaréttardómsins. Nú eru eigendur þessara fölsuðu verka byrjaðir að sækja þau til yfirvalda, sem þýðir að fölsuðu myndirnar fara aftur í umferð. Það er nöturleg niðurstaða á þessu einu stærsta sakamáli Íslandssögunnar."

Í Án titils er leitast við að sýna hvernig þessar falsanir voru gerðar, rætt við vísindamenn og listfræðinga, sem og sakborningana Jónas Freydal og Pétur Þór. Það hefur enn ekki komið í ljós hver falsaði umrædd verk, þótt Pétur Þór Gunnarsson segist í lok myndarinnar, hafa sínar grunsemdir um það.

Án titils er í Sjónvarpinu kl. 20.55.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.