Þegar Sigríður Anna Þórðardóttir var nýtekin við sem umhverfisráðherra ákvað hún að stytta veiðibannið á rjúpu og leyfa veiðar næsta haust. Séra Hjálmar Jónsson orti af því tilefni: Skjóta vilja vargar og veiðiréttinn nýta.

Þegar Sigríður Anna Þórðardóttir var nýtekin við sem umhverfisráðherra ákvað hún að stytta veiðibannið á rjúpu og leyfa veiðar næsta haust. Séra Hjálmar Jónsson orti af því tilefni:

Skjóta vilja vargar

og veiðiréttinn nýta.

Verður "bágt til bjargar,

blessuð rjúpan hvíta".

Erlingur Sigtryggsson á Ísafirði bætti við:

Á rjúpunni sannast ennþá að

algild sannindi blífa:

Sjálfstæðisflokkurinn fellir það

sem Framsókn reynir að hlífa.

Í gær birtist kvæði Rúnars Kristjánssonar um Guðmund Valtýsson. Beðist er velvirðingar á að orð vantaði í síðasta vísuorðið:

Ég bið honum heilla af hjarta og sál,

það er húnvetnskur

menningarsiður.

pebl@mbl.is