ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjárhæð lána Íbúðalánasjóðs geti numið brunabótamati íbúðar, en samkvæmt núverandi reglugerð getur fjárhæðin einungis numið 85% af brunabótamati. Reglugerð þessa efnis verður gefin út á næstu dögum.

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjárhæð lána Íbúðalánasjóðs geti numið brunabótamati íbúðar, en samkvæmt núverandi reglugerð getur fjárhæðin einungis numið 85% af brunabótamati. Reglugerð þessa efnis verður gefin út á næstu dögum.

Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði kemur fram að jafnframt hefur verið ákveðið að við gildistöku nýrra laga um breytingar á lögum um húsnæðismál sem gert er ráð fyrir að taki gildi 1. janúar 2005 verði hámarksfjárhæð lána Íbúðalánasjóðs 13 milljónir og hámarkslánshlutfall Íbúðalánasjóðslána 90% af matsverði íbúðar.