18. október 2004 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

Hildur byrjaði vel með Jämtland

Hildur Sigurðardóttir
Hildur Sigurðardóttir — Morgunblaðið/Sverrir
HILDUR Sigurðardóttir lék vel í fyrsta deildarleik sínum sem atvinnumaður hjá sænska körfuknattleiksliðinu Jämtland Basket er liðið vann Växsjö 85:72 í úrvalsdeildinni.
HILDUR Sigurðardóttir lék vel í fyrsta deildarleik sínum sem atvinnumaður hjá sænska körfuknattleiksliðinu Jämtland Basket er liðið vann Växsjö 85:72 í úrvalsdeildinni. Hildur, sem leikur sem leikstjórnandi, skoraði 17 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Á heimasíðu félagsins segir þjálfari liðsins, Hasse Widell, að hann sé gríðarlega ánægður með Hildi og bandaríska leikmanninn Dionne Brown en þær gengu til liðs við Jämtland í sumar.

"Hildur passar vel inn í liðið. Hún er fljót að koma boltanum upp völlinn í sóknarleiknum og leikur liðsins á eftir að verða mun hraðari en áður. Að auki sýnist mér hún vera tilbúin að takast á við erfiðari verkefni en hún átti að venjast á Íslandi. Hún hefur leikið vel gegn sterkum leikmönnum í æfingaleikjum okkar," segir Widell, sem telur að Hildur sé einn besti frákastarinn í sænsku deildinni miðað við að hún leikur sem bakvörður og er því lítið í baráttunni undir körfunni.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.