ÁÆTLAÐ er að bankar og sparisjóðir leggi 3,5 til 4 milljarða króna á afskriftareikninga til að mæta töpuðum útlánum á síðasta ári. Bankar og sjóðir eru að vinna að uppgjörum ársins þessa dagana og endanlegar tölur liggja ekki fyrir.

ÁÆTLAÐ er að bankar og sparisjóðir leggi 3,5 til 4 milljarða króna á afskriftareikninga til að mæta töpuðum útlánum á síðasta ári. Bankar og sjóðir eru að vinna að uppgjörum ársins þessa dagana og endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Ef afskriftir fjárfestingarlánasjóðanna verða svipaðar og árið 1991, sem raunar ekki þarf að vera, verður framlag innlánsstofnana og fjárfestingarlánasjóða í afskriftasjóði yfir 10 milljarða kr. Við samanburð á afskriftum bankanna undanfarin þrjú ár og eigin fé þeirra í árslok 1991 sést hvað töpuð útlán hafa mikil áhrif á afkomu þeirra. Á árinu 1991 afskrifuðu íslenskir bankar og sparisjóðir hlutfallslega minna en bankar á hinum Norðurlöndunum. Afskriftirnar voru þrisvar sinnum meiri í Noregi og Svíðþjóð en hér. Þá eru afskriftirnar misjafnar milli bankanna, Búnaðarbankinn leggur hlutfallslega lægstu fjárhæðirnar á afskriftareikning en Íslandsbanki mest.