Rækju- og reyklaxarúlluterta

Hráefni

  • 1 stk. rúllutertubrauð, fínt
  • 150 g reyktur lax
  • 2 stk. egg
  • 150 g rækjur
  • 200 g majónes
  • 100 g rækjusmurostur
  • 100 g blaðlaukur
  • salt og pipar

Aðferð

Skerið reykta laxinn smátt. Harð-sjóðið eggin og skerið rúllutertubrauðið eftir endilöngu þannig að hægt sé að búa til úr því tvær rúllur. Leggið brauðið slétt á borð. Blandið rækjum, reyktum laxi, majónesi og smurosti saman í matvinnsluvél. Fín saxið egg og blaðlauk, blandið saman við og kryddið með salti og pipar. Smyrjið maukinu á brauðlengjurnar og rúllið upp.

Uppskrift: Hagkaup

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert