Pönnukökur úr rjómaosti

Ljósmynd/TheKitchn.com

Þetta er alls ekki fölsk frétt eða einhver villa. Þetta er í alvörunni uppskrift að pönnukökum sem innihalda gríðarlegt magn af rjómaosti og það vita flestir að nánast allt bragðast betur með þannig.

Til að toppa það er hún fremur fljótgerð. Við mælum með að þú notir töfrasprota til að blanda innihaldinu.

Pönnukökur úr rjómaosti

  • 120 g rjómaostur – við stofuhita
  • 2 stór egg
  • 60 g hveiti (þú mátt nota hvaða hveiti sem þú vilt)
  • 1/2 tsk. lyftiduft
  • 1/4 tsk. fínmalað salt
  • Olía eða smjör til steikingar
  • Jarðaber, síróp eða hvað eina sem ykkur dettur í hug til að borða með.

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í skál og þeytið með töfrasprotanum. 
  2. Steikið á pönnu eins og þið mynduð gera með hefðbundnar amerískar pönnukökur. Passið að hafa hitann ekki of háan.
  3. Berið fram með öllum þeim dásemdum sem ykkur dettur í hug og njótið vel.
Ljósmynd/TheKitchn.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert