Morgunverður

Morgunverðarvöfflur Chrissy Teigen

18.11. Morgunverðarvöfflur eins og þær gerast bestar! Hér er það engin önnur en Chrissy Teigen sem deilir uppskrift úr bók sinni Cravings: Hungry for more sem kom út á dögunum. Uppskriftin er alveg hreint upp á tíu og sannarlega til þess fallin að gera sunnudaginn enn betri. Meira »

Egg Benedict með einfaldri hollandaisesósu

27.10. Hinn fullkomni morgunverður í huga margra eru egg benedict með hollandaisesósu og mímósu. Ekki amalegt en dálítið flókið í framkvæmd. Hér gefur hins vegar að líta útgáfu þar sem búið er að einfalda hollandaisesósuna til muna, sem ætti að auðvelda allnokkrum lífið. Meira »

Svona sýður þú hinn fullkomna grjónagraut

23.10. Það er ekki öllum gefið að sjóða grjónagraut og er undirrituð sannarlega ein þeirra sem á í mesta basli við það. Þessi uppskrift kemur frá tengdamóður minni, Höllu Loftsdóttur, sem er afskaplega lipur í eldhúsinu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Meira »

Ómótstæðileg eggjabaka eins og Ítalir elska

20.10. Viljum við ekki öll hljóma eins og við vitum nákvæmlega hvað við erum að gera í eldhúsinu? Það má vel stæra sig af þessari ommelettu með brokkolí, svona alveg eins og Ítalarnir gera þær. Meira »

Morgunverður nautnaseggsins

29.9. Værum við ekki öll til í svona kombó í morgunmat – ristað brauð með beikoni, eggjahræru og pestó? Við erum nokkuð viss um að bara ilmurinn myndi draga okkur fram úr rúminu. Meira »

Guðdómlegar morgunverðarpönnukökur með skinku- og ostafyllingu

22.9. Þetta er eitthvað sem allir verða að prófa. Pönnukökurnar eiga ættir að rekja til Svíþjóðar en Svíar eru eins og flestir vita afar hrifnir af slíku fæði. Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit sem á heiðurinn að þessari uppskrift og útfærslu. Meira »

Einfaldur og ofurhollur hafragrautur

6.9. Þessi grautur er svo mikil snilld því það þarf ekki að elda hann heldur útbúa hann kvöldinu áður og geyma hann svo í ísskáp yfir nótt og þá er hann tilbúinn morguninn eftir. Hann er fullkominn sem nesti í vinnuna eða skólann og eins ef maður er á hraðferð á morgnana og nennir engu veseni. Meira »

Hinn fullkomni dekurmorgunverður

26.8. Hvað er dásamlegra en nýlagað french toast á fögrum helgarmorgni? Nákvæmlega ekkert að mati Lilju Katrínar Gunnarsdóttur á Blaka.is sem bjó til þessar elskur um daginn og hélt vart vatni í kjölfarið yfir hversu vel heppnaður og dásamlegur þessi morgunverður var og er. Meira »

Ógleymanlegar pönnukökur með óvæntu leynihráefni

4.8. Hvað er meira viðeigandi akkúrat núna en gómsætar amerískar pönnukökur sem eru með því sem við köllum „leynihráefni Lindu“, en það er vanilluskyrið frá Örnu sem er með stevíu. Meira »

Ofurís í morgunmat sem sléttir kvið og sál

2.8. Hver vill ekki byrja daginn á ís sem jafnframt sléttir kviðinn og sálina? Hér erum við að tala um algjöra morgungleðisprengju sem fær örgustu svartsýnimenn til að sjá ljósið. Meira »

Nú getur þú fengið morgunverð á Tiffany's

30.5. Margir muna eflaust eftir hinu íkoníska atriði í kvikmyndinni Breakfast at Tiffany's þegar Audrey Hepburn, í hlutverki Holly Golightly, mænir löngunaraugum inn um búðargluggann á skartgripaversluninni frægu, með smjördeigshorn í einni og kaffimál í annarri. Meira »

Hollustuhræra Röggu Ragnars

18.5. Ragga hugsar vel um heilsuna og er í dúndurformi, enda dugar ekkert annað þar sem hún fer nú með aðalhlutverk í Vikings þáttunum vinsælu og geta vinnudagarnir verið strembnir. Hún deilir með okkur einfaldri uppskrift að skotheldum morgunverði sem nærir kroppinn. Meira »

Beyglan sem mun breyta lífi þínu

23.4. Kaffihúsið Emilie and the cool kids er að finna Hverfisgötunni. Allt er bakað á staðnum og samlokur lagaðar eftir pöntun. Kaffihúsið þykir sérlega vel heppnað og hér gefur að líta uppskrift að svokallaðri „Fat Mike“-beyglu sem er algjört sælgæti. hlekkur Meira »

Innbökuð egg með camembert

15.4. Þessi útfærsla af morgunverði eða brunch (eða dögurði) er til háborinnar fyrirmyndar en hér er tekin tortilla-pönnukaka og egginu pakkað inn í hana ásamt úrvals ostum og skinku. Meira »

Morgunverðarsprengja Mörthu Stewart

12.3. Ef einhver kann að búa til góðan mat er það Martha Stewart og þessi morgunverðarsprengja kemur úr hennar smiðju. Hún lítur syndsamlega vel út og bragðast dásamlega eins og Mörthu einni er lagið. Meira »

Sturluð paleo-morgunverðarsamloka

21.2. Netið elskar þessa morgunverðarsamloku ef marka má samfélagsmiðla þar sem þessari uppskrift er deilt lon og don. Uppskriftin er frá einkaþjálfaranum Ashley á Fit Mitten Kitchen. Meira »

Hin fullkomna beikonbaka

6.1. Það getur verið dulítil kúnst að gera góða bökuskel og því brugðum við á það ráð að leita til Sirrý í Salt eldhúsi sem er sannkallaður bökumeistari. Hún laumaði að okkur frábærri uppskrift að franskri böku og leyniráðum sem tryggja góðan árangur. Meira »

LKL-morgunverður einkaþjálfarans

11.9. Hér kemur ekta LKL-morgunverður eða lágkolvetna-morgunverður úr smiðju Önnu Eiríks. Hann inniheldur bara egg, lárperu, spínat og tómata og bragðast dásamlega. Meira »

Grænt ofurboost sem líkist sítrónukrapi

4.9. Þetta boost er svaka ferskt og líkist meira sítrónukrapi en grænum safa, best við það er að krakkarnir elska það líka og það finnst akkúrat ekkert spínatbragð af því. Meira »

Morgunmatur sem tryggir árangur

18.8. Það skiptir öllu máli að byrja daginn rétt þegar á að taka vel á því – ekki síst þegar Reykjavíkurmaraþonið er rétt að byrja. Hér gefur að líta uppskrift úr smiðju meistara Önnu Eiríks og ef einhver kann að undirbúa sig fyrir átök þá er það hún. Meira »

Hádegisverður ofurfyrirsætunnar

2.8. Ofurfyrirsætan og meistarakokkurinn Jennifer Berg þeytist um heimsbyggðina vegna starfa sinna en gefur sér þó ávallt tíma til þess að elda frábæran mat. Hún segir að áherslur sínar hafi breyst örlítið undanfarna mánuði eftir að hún dvaldi í Ástralíu og hún eldi meira af hollum mat en áður. Meira »

Morgunverður á mettíma

3.7. Þessi morgunverður er reyndar viðeigandi í flest mál. Snilldin er að það tekur innan við mínútu að búa hann til og það sem færri vita þá er hann sykurlaus. Meira »

Ofur-múslí einkaþjálfarans

23.5. Anna Eiríks veit meira en margur um hvað er hollt og gott fyrir okkur þannig að við getum gæðavottað þessa uppskrift og sett hana í flokkinn sem má borða. Meira »

Hafrabomban sem einkaþjálfarinn elskar

30.4. Hver elskar ekki léttan og fljótlegan morgunverð þegar tíminn er af skornum skammti. Morgunverð sem er dásamlega bragðgóður og líka svo merkilega hollur. Meira »

Ofurmorgunverður einkaþjálfarans

20.4. Alltaf er dásamlegt að fylgjast með því hvað einkaþjálfarar landsins og þeir sem eru almennt í góðu formi fá sér í morgunmat. Meira »

Einfaldur páskabröns

1.4. Þetta er afbragðssnjöll hugmynd að bröns eða dögurði eins og sumir kalla hann. Hér eru notaðar þessar litlu og fallegu skálar sem líkjast potti frá Le Creuset en það gefur augaleið að hægt er að nota hvers kyns eldfast mót í staðinn. Meira »

Græna ofurskálin í anda GLÓ

6.3. Ég elska grænu ofurskálina á GLÓ og kem stundum við í Faxafeni þegar ég vil gera vel við mig. Það er þó ekki svo gott að ég geti gert mér ferð þangað eins oft og mig langar í umrædda skál svo ég hófst handa við að brasa slíkt gúmmelaði heima fyrir. Meira »

Hafragrauturinn sem öllu breytir

22.1. Lífsstílsbreytingar geta tekið á og reynist sumum ofviða. Oft er best að gera breytingarnar rólega því þekkt er þegar fólk gefst upp eða „springur“. Meira »

Smoothie sem útrýmir bólum að sögn Hollywood

22.10.2017 Það er engin önnur en leikkonan Jessica Alba sem mælir með drykknum en hún er með ákaflega glæsilega húð og segir að það sé þessari uppskrift frá LeVeque að þakka. Meira »