Morgunverðarpanna með eggjum

Dásamleg byrjun á góðum degi.
Dásamleg byrjun á góðum degi. mbl.is/Sæson.dk_Line Falck

Byrjum daginn á grænum og gómsætum nótum – fyllum kroppinn af næringarríkum mat og förum södd og sæl inn í daginn. Þessi morgunverðarpanna býður upp á allt það sem þú þarft til að starta deginum sem best.

Morgunverðarpanna með eggjum (fyrir 2)

  • 1 laukur
  • 1 stórt hvítlauksrif
  • ½ hvítkál
  • 8 grænir aspasstönglar
  • 100 g spínat
  • 100 g baunir eða baunabelgir
  • 100 g kirsuberjatómatar
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. grænt karrý-paste
  • 2 msk. sojasósa
  • 2 egg
  • Handfylli ferskt kóríander, steinselja eða púrrlaukur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C.
  2. Saxið laukinn og pressið hvítlaukinn.
  3. Saxið kálið og skerið endann af aspasinum og skerið hann í ræmur. Skerið tómata og baunir í minni bita.
  4. Hitið olíu á pönnu (helst pönnu sem þolir að fara inn í ofn). Setjið græna karrý-pastað út á pönnuna og steikið laukinn og hvítlaukinn. Bætið grænmetinu út á og sojasósunni og veltið saman þar til spínatið hefur fallið smá saman. Sláið eggin út ofan á grænmetið og setjið pönnuna inn í ofn í 8 mínútur þar til eggin eru bökuð í gegn.
  5. Klippið púrrlauk yfir réttinn eða saxaða steinselju eða kóríander eftir smekk og berið strax fram.

Uppskrift: Sæson.dk_Lone Kjær

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert