Allir geta gert egg benedict

Njóttu þess að vera kokkur í þínu eigin eldhúsi með …
Njóttu þess að vera kokkur í þínu eigin eldhúsi með stórkostlegum morgunverði sem þessum. mbl.is/Yuppiechef.com

Ein aðalástæðan fyrir ást okkar á góðum bröns eru hin fullkomnu hleyptu egg sem fólk raðar fyrst á diskinn sinn. Sumum finnst umstangið í kringum vinnuna við eggin vera heil algebra að fara í gegnum heima fyrir, sem það er þó ekki, því allir geta gert egg benedict – líka þú.

Hér er uppskrift að dýrindis morgunverði sem þú ættir að prófa við fyrsta tækifæri.

Allir geta gert egg benedict

 • 1 msk. edik (má líka nota sítrónusafa)
 • 4 stór egg
 • 4 góðar brauðsneiðar eða croissant
 • 4 sneiðar af góðri skinku
 • Spínat eða aspas

Sósa:

 • 4 eggjarauður
 • 250 g kalt smjör, skorið í bita
 • Safi úr ¼ sítrónu

Aðferð:

 1. Setjið vatn í pott (þannig að það fylli helminginn) og stillið helluna á meðal hita. Þegar vatnið byrjar að sjóða, lækkið þá undir og bætið ediki út í vatnið.
 2. Brjótið eitt egg í litla skál og byrjið að búa til hvirfil í vatninu í pottinum með sleif. Hellið egginu út í miðjuna á hvirflinum og leyfið vatninu að snúa því í hringi. Sirka 2-3 mínútur fyrir linsoðið egg og 4-5 mínútur fyrir miðlungs- eða harðsoðið egg.
 3. Náið egginu upp með sleif eða öðru sem leyfir vatninu að leka af. Og endurtaktu með hin eggin.
 4. Ristaðu brauðið, pönnukökurnar eða það sem þú ætlar að bera fram.
 5. Legðu skinkuna á brauðið og spínatið. Toppið með eggi og sósu.
 6. Berið fram með aspas eða grænum baunum ef vill.  

Sósa:

 1. Setjið eggjarauðurnar í pott ásamt smjöri og 2 msk. af vatni. Kveikið undir hitanum og byrjið að píska. Smjörið mun bráðna þegar sósan byrjar að hitna. Passið bara að það byrji ekki að sjóða og því þarf að standa yfir sósunni á meðan þú hrærir í.
 2. Þegar smjörið hefur bráðnað má lækka aðeins undir hitanum og halda áfram að píska þar til sósan hefur þykknað.
 3. Bætið þá við sítrónusafa og saltið og piprið eftir smekk.
Hér er notast við snilldargræju til að ná egginu upp …
Hér er notast við snilldargræju til að ná egginu upp úr pottinum. mbl.is/Yuppiechef.com
mbl.is/Yuppiechef.com
mbl.is