Grænt ofurboost sem líkist sítrónukrapi

Kristinn Magnússon

Þetta boost er svaka ferskt og líkist meira sítrónukrapi en grænum safa, best við það er að krakkarnir elska það líka og það finnst akkúrat ekkert spínatbragð af því.

Grænt ofurboost

Innihald

  • 1 frosinn banani
  • 2 bollar frosið mangó
  • 5 cm bútur engiferrót
  • 1 bolli spínat
  • blandaður ávaxtasafi eða eplasafi

Aðferð

Allir ávextir og grænmeti sett í blandara og síðast er safa hellt yfir (safinn á að ná jafn langt upp og ávextirnir.)

Allt þeytt saman þar til kekkjalaust og vel grænt að lit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert