Ómótstæðileg eggjabaka eins og Ítalir elska

Það gerist ekki betra en þessi ommeletta með brokkolí.
Það gerist ekki betra en þessi ommeletta með brokkolí. mbl.is/TasteOfHome

Viljum við ekki öll hljóma eins og við vitum nákvæmlega hvað við erum að gera í eldhúsinu. Það má vel stæra sig á þessari ommelettu með brokkolí, svona alveg eins og Ítalirnir gera þær.

Brokkolíbaka á ítalska vísu

  • 2½ bolli brokkolí
  • 6 stór egg
  • ¼ bolli mjólk
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar
  • 1/3 bolli parmesan
  • 1/3 bolli ólífur, skornar í bita
  • 1 msk. ólífuolía

Aðferð:

  1. Takið fram pott og sjóðið brokkolí í litlu vatni þar til mjúkt.
  2. Setjið egg, mjólk, salt og pipar í skál og pískið saman. Bætið við soðnu brokkolíinu, ostinum og ólífunum.
  3. Hitið pönnu (sem þolir líka að fara inn í ofn) á meðal hita og hellið eggjablöndunni út á. Eldið á pönnunni í 4-6 mínútur, eða þar til eggin eru næstum því tilbúin.
  4. Setjið pönnuna inn í ofn á grill í 2-4 mínútur eða þar til eggin eru tilbúin. Látið standa í 5 mínútur og skerið þá í sneiðar. Stráið nýrifnum parmesan-osti yfir og jafnvel steinselju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert