Dásemdareggjakaka með kartöflum

Megum við kynna, langbestu eggjaköku landsins.
Megum við kynna, langbestu eggjaköku landsins. mbl.is/Jakob Helbig

Orkuríka eggjakakan er hér – með kartöflum og lauk. Einn af þessum réttum sem hægt er að „henda í“ þegar ekkert er til í ísskápnum, sem er ansi oft, og er alltaf jafn góður.

Langbesta eggjakakan með kartöflum

 • 2 laukar
 • 500 g soðnar kartöflur
 • 2 dl ólífuolía til að steikja upp úr
 • Salt og pipar
 • 6 egg
 • Steinselja
 • 1 dl ólífuolía

Aðferð:

 1. Hakkið laukinn smátt og skerið kartöflurnar í grófa bita. Hitið ólífuolíu á pönnu.
 2. Setjið kartöflur og lauk á pönnuna og steikið þar til þær byrja að brúnast, 6-8 mínútur. Veltið kartöflunum jafnt og þétt á pönnunni þannig að þær brúnist á öllum hliðum. Kryddið með salti og pipar.
 3. Pískið eggin ásamt steinseljunni. Setjið kartöflur og lauk yfir í eggjablönduna. Hellið ólífuolíunni af pönnunni og þurrkið hana. Hitið nýja olíu á pönnunni.
 4. Hellið eggjblöndunni á pönnuna og leyfið að malla í 10-12 mínútur þar til endarnir eru orðnir tilbúnir.
 5. Leggið disk yfir pönnuna og veltið pönnunni yfir diskinn. Rennið því næst eggjakökunni varlega yfir á pönnuna svo hún bakist einnig á hinni hliðinni, í sirka 5-6 mínútur. Slökkvið þá undir.
 6. Leyfið eggja-kartöflukökunni að kólna aðeins áður en hún er skorin í sneiðar.
mbl.is