Morgunmatur

Ljúffengur morgunverður með eggi og beikon

18.5. Hér er klassískt holubrauð bakað í ofni með tveimur mikilvægum hráefnum sem leggja línurnar fyrir daginn.   Meira »

Ommeletta sem ærir í morgunsárið

5.5. Hér er ein sú allra besta ommeletta sem þú munt smakka, með kúrbít og geitaosti, borin fram með fersku salati.   Meira »

Hefurðu smakkað egg á skýi?

31.3. Egg á skýi eru ekki bara krúttleg, þau taka okkur með í sólríkan hugarheim og góða stemningu við morgunverðarborðið.   Meira »

Kylie Jenner snarhætt á ketó eða hvað?

30.3. Kylie Jenner deilir öllu sem viðkemur hennar lífi á samfélagsmiðlunum og þar er morgunverðurinn engin undantekning.   Meira »

Ljúffengar bananapönnsur

23.3. Pönnukökur eru góðar og afar ljúffengar í magann. Ef þú bætir banönum við uppskriftina verða þær aðeins sætari og betri eins og í þessu tilviki. Hér er einföld uppskrift sem þú getur auðveldlega breytt eftir þínu höfði. Meira »

Beikonvafinn aspas fyrir ketó kroppa

27.2. Eitt það albesta við ketó mataræðið er sú staðreynd að það má borða beikon og smjör. Ef þið skoðið málið niður í kjölinn þá sjáið þið að í raun þarf maður ekki meira til að lífið sé bara nokkuð gott. Meira »

Læknirinn fallinn en féll með reisn

1.2. Hver elskar ekki svona skemmtilegar fyrirsagnir en þessi er sérlega viðeigandi því okkar ástkæri Læknir í eldhúsinu féll heldur betur á áramótaheitinu sínu og gerði það með stæl að eigin sögn. Hér erum við að tala um hið franska Croque Madame sem slær öll met. Meira »

Eggjabaka með grænmeti og salami

26.1. Meistari Albert veit hvað hann syngur og hér er hann með eggjaböku sem er algjör snilld – bæði í morgunmat og síðan bara allan daginn og langt fram á kvöld. Eggjakökur eru nefnilega algjör snilld. Snarhollar og dásamlega bragðgóðar. Meira »

Nýbakaðar bollur á hverjum morgni og í nestið

14.1. Það jafnast ekkert á við ilminn af nýbökuðum bollum. Og nú getur þú fengið þér nýbakaðar bollur á hverjum morgni því þetta bolludeig er ótrúlega drjúgt og geymist í allt að fimm daga í ísskáp. Þar fyrir utan eru þær svo ofureinfaldar í framkvæmd að annað eins hefur varla sést. Meira »

Pönnukökurnar sem Pétur getur ekki verið án

15.12. Þessar forkunnarfögru pönnukökur eru úr smiðju Tobbu Marínós og eru ein fjölmargra uppskrifta sem prýða Matreiðslubók Mikka sem kom út á dögunum. Meira »

Eggjadásemd á smjördeigsbita

25.11. Egg, ostur og smjördeig – það er sú blandan sem við erum að fara kynna hér. Helgarbrönsinn mun fagna þessari tilraun sem er sniðin fyrir fjóra, eða tvo mjög svanga einstaklinga. Meira »

Þetta fær Bretlands drottning sér í morgunmat

17.11. Þeir segja að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins og það er deginum ljósara að hin 92 ára drottning Bretlands sé að halda sér í nokkuð góðu formi miðað við það sem hún lætur ofan í sig. Meira »

Guðdómlegar morgunverðarpönnukökur með skinku- og ostafyllingu

22.9. Þetta er eitthvað sem allir verða að prófa. Pönnukökurnar eiga ættir að rekja til Svíþjóðar en Svíar eru eins og flestir vita afar hrifnir af slíku fæði. Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit sem á heiðurinn að þessari uppskrift og útfærslu. Meira »

Einfaldur og ofurhollur hafragrautur

6.9. Þessi grautur er svo mikil snilld því það þarf ekki að elda hann heldur útbúa hann kvöldinu áður og geyma hann svo í ísskáp yfir nótt og þá er hann tilbúinn morguninn eftir. Hann er fullkominn sem nesti í vinnuna eða skólann og eins ef maður er á hraðferð á morgnana og nennir engu veseni. Meira »

Ofurís í morgunmat sem sléttir kvið og sál

2.8. Hver vill ekki byrja daginn á ís sem jafnframt sléttir kviðinn og sálina? Hér erum við að tala um algjöra morgungleðisprengju sem fær örgustu svartsýnimenn til að sjá ljósið. Meira »

Hollustuhræra Röggu Ragnars

18.5.2018 Ragga hugsar vel um heilsuna og er í dúndurformi, enda dugar ekkert annað þar sem hún fer nú með aðalhlutverk í Vikings þáttunum vinsælu og geta vinnudagarnir verið strembnir. Hún deilir með okkur einfaldri uppskrift að skotheldum morgunverði sem nærir kroppinn. Meira »

Innbökuð egg með camembert

15.4.2018 Þessi útfærsla af morgunverði eða brunch (eða dögurði) er til háborinnar fyrirmyndar en hér er tekin tortilla-pönnukaka og egginu pakkað inn í hana ásamt úrvals ostum og skinku. Meira »

Bestu beikonpönnukökur í heimi

16.2. Við sem elskum pönnukökur og beikon getum ekki látið þetta kombó fram hjá okkur fara.  Meira »

Hollustupönnsur með eplum

27.1. Við sláum aldrei hendinni á móti nýbökuðum pönnukökum sem þessum. Stundum hellist löngunin yfir mann og það kemst ekkert annað að en að baka. Meira »

Svona er morgunmatur flugfreyjunnar

25.1. Flugfreyjur þurfa að vakna á öllum tímum sólarhringsins og þegar það er sérlega snemma, eins og oft vill verða, er nauðsynlegt að hafa góðan morgunverð handbæran sem tryggir orku og vellíðan. Meira »

Girnileg chia-jógúrt með granatepli og pistasíum

12.1. Eitt af áramótaheitunum gæti snúist um að gera vel við sig, allt árið um kring. Hér er holla útgáfan af dekri sem kroppurinn mun elska. Meira »

Dásemdareggjakaka með kartöflum

8.12. Orkuríka eggjakakan er hér – með kartöflum og lauk. Einn af þessum réttum sem hægt er að „henda í“ þegar ekkert er til í ísskápnum, sem er ansi oft, og er alltaf jafn góður. Meira »

Morgunverðarvöfflur Chrissy Teigen

18.11. Morgunverðarvöfflur eins og þær gerast bestar! Hér er það engin önnur en Chrissy Teigen sem deilir uppskrift úr bók sinni Cravings: Hungry for more sem kom út á dögunum. Uppskriftin er alveg hreint upp á tíu og sannarlega til þess fallin að gera sunnudaginn enn betri. Meira »

Egg Benedict með einfaldri hollandaisesósu

27.10. Hinn fullkomni morgunverður í huga margra eru egg benedict með hollandaisesósu og mímósu. Ekki amalegt en dálítið flókið í framkvæmd. Hér gefur hins vegar að líta útgáfu þar sem búið er að einfalda hollandaisesósuna til muna, sem ætti að auðvelda allnokkrum lífið. Meira »

LKL-morgunverður einkaþjálfarans

11.9. Hér kemur ekta LKL-morgunverður eða lágkolvetna-morgunverður úr smiðju Önnu Eiríks. Hann inniheldur bara egg, lárperu, spínat og tómata og bragðast dásamlega. Meira »

Morgunmatur sem tryggir árangur

18.8. Það skiptir öllu máli að byrja daginn rétt þegar á að taka vel á því – ekki síst þegar Reykjavíkurmaraþonið er rétt að byrja. Hér gefur að líta uppskrift úr smiðju meistara Önnu Eiríks og ef einhver kann að undirbúa sig fyrir átök þá er það hún. Meira »

Morgunverður á mettíma

3.7. Þessi morgunverður er reyndar viðeigandi í flest mál. Snilldin er að það tekur innan við mínútu að búa hann til og það sem færri vita þá er hann sykurlaus. Meira »

Svona býrðu til hlynsírópsbeikon

13.5.2018 Þessi uppskrift er fyrir sérlegt áhugafólk um beikon, en hlynsíróps-beikon er fullkomin blanda af sætu og söltu. Þennan trylling tekur ekki nema 5 mínútur að undirbúa og sirka 25 mínútur í ofni. Þegar þú hefur smakkað þessa uppskrift verður ekki aftur snúið. Kaloríur, smaloríur. Meira »

Banana- og pekanhnetumúffur í blandara á mínútum

29.3.2018 Morgunverðarmúffur eru mikil og góð snilld. Þessa uppskrift fann ég á Brendid.com og breytti lítillega. Ég ætla að prófa næst að setja bláber í staðinn fyrir hnetur en þá þarf að baka þær aðeins lengur. Meira »