Morgunmatur

Nýbakaðar bollur á hverjum morgni og í nestið

14.1. Það jafnast ekkert á við ilminn af nýbökuðum bollum. Og nú getur þú fengið þér nýbakaðar bollur á hverjum morgni því þetta bolludeig er ótrúlega drjúgt og geymist í allt að fimm daga í ísskáp. Þar fyrir utan eru þær svo ofureinfaldar í framkvæmd að annað eins hefur varla sést. Meira »

Girnileg chia-jógúrt með granatepli og pistasíum

12.1. Eitt af áramótaheitunum gæti snúist um að gera vel við sig, allt árið um kring. Hér er holla útgáfan af dekri sem kroppurinn mun elska. Meira »

Pönnukökurnar sem Pétur getur ekki verið án

15.12. Þessar forkunnarfögru pönnukökur eru úr smiðju Tobbu Marínós og eru ein fjölmargra uppskrifta sem prýða Matreiðslubók Mikka sem kom út á dögunum. Meira »

Dásemdareggjakaka með kartöflum

8.12. Orkuríka eggjakakan er hér – með kartöflum og lauk. Einn af þessum réttum sem hægt er að „henda í“ þegar ekkert er til í ísskápnum, sem er ansi oft, og er alltaf jafn góður. Meira »

Eggjadásemd á smjördeigsbita

25.11. Egg, ostur og smjördeig – það er sú blandan sem við erum að fara kynna hér. Helgarbrönsinn mun fagna þessari tilraun sem er sniðin fyrir fjóra, eða tvo mjög svanga einstaklinga. Meira »

Morgunverðarvöfflur Chrissy Teigen

18.11. Morgunverðarvöfflur eins og þær gerast bestar! Hér er það engin önnur en Chrissy Teigen sem deilir uppskrift úr bók sinni Cravings: Hungry for more sem kom út á dögunum. Uppskriftin er alveg hreint upp á tíu og sannarlega til þess fallin að gera sunnudaginn enn betri. Meira »

Egg Benedict með einfaldri hollandaisesósu

27.10. Hinn fullkomni morgunverður í huga margra eru egg benedict með hollandaisesósu og mímósu. Ekki amalegt en dálítið flókið í framkvæmd. Hér gefur hins vegar að líta útgáfu þar sem búið er að einfalda hollandaisesósuna til muna, sem ætti að auðvelda allnokkrum lífið. Meira »

LKL-morgunverður einkaþjálfarans

11.9. Hér kemur ekta LKL-morgunverður eða lágkolvetna-morgunverður úr smiðju Önnu Eiríks. Hann inniheldur bara egg, lárperu, spínat og tómata og bragðast dásamlega. Meira »

Morgunmatur sem tryggir árangur

18.8. Það skiptir öllu máli að byrja daginn rétt þegar á að taka vel á því – ekki síst þegar Reykjavíkurmaraþonið er rétt að byrja. Hér gefur að líta uppskrift úr smiðju meistara Önnu Eiríks og ef einhver kann að undirbúa sig fyrir átök þá er það hún. Meira »

Morgunverður á mettíma

3.7. Þessi morgunverður er reyndar viðeigandi í flest mál. Snilldin er að það tekur innan við mínútu að búa hann til og það sem færri vita þá er hann sykurlaus. Meira »

Svona býrðu til hlynsírópsbeikon

13.5. Þessi uppskrift er fyrir sérlegt áhugafólk um beikon, en hlynsíróps-beikon er fullkomin blanda af sætu og söltu. Þennan trylling tekur ekki nema 5 mínútur að undirbúa og sirka 25 mínútur í ofni. Þegar þú hefur smakkað þessa uppskrift verður ekki aftur snúið. Kaloríur, smaloríur. Meira »

Banana- og pekanhnetumúffur í blandara á mínútum

29.3. Morgunverðarmúffur eru mikil og góð snilld. Þessa uppskrift fann ég á Brendid.com og breytti lítillega. Ég ætla að prófa næst að setja bláber í staðinn fyrir hnetur en þá þarf að baka þær aðeins lengur. Meira »

Girnilegir eggjaréttir Rósu í páskabrönsinn

26.3. Rósa Guðbjartsdóttir hlakkar til páskahátíðarinnar nú sem endranær. Hennar páskaegg eru þó ekki eingöngu úr súkkulaði heldur eru þau líka hænu egg – hún heldur nefnilega hænur og hæg heimatökin að ná í fersk egg þegar elda skal ljúffengan páskabröns. Meira »

Steikt eggjabrauð handa þunnum eða sorgmæddum

10.3. Steikt eggjabrauð vekur hlýjar æskuminningar hjá mörgum. Hvort sem það var amma, mamma eða pabbi sem steikti ilmandi eggjabrauð upp úr smjöri þá var útkoman alltaf ómótstæðileg. Það er eitthvað við svona gamaldags mat sem hlýjar sálartetrinu og bætir geð. Meira »

Pönnukökurnar sem einkaþjálfarinn samþykkir

21.2. „Þessar pönnukökur eru ekkert venjulegar, þær eru meinhollar, bara með þrjú innihaldsefni en samt ótrúlega góðar. Við hendum stundum í þessar eftir skóla/vinnu þegar okkur langar í eitthvað hollt og gott,“ segir Anna Eiríks. Meira »

Morgunverður fyrir upptekna

31.1. Það eru ekki allir sem hafa tíma til þess að setjast niður í ró og næði til að borða morgunverð hvað þá að útbúa máltíð á morgnana. Hér koma krukkurnar sterkar inn en þá er morgunverðurinn settur í krukku kvöldið áður og honum svo kippt með um morguninn. Meira »

Hafragrauturinn sem öllu breytir

22.1. Lífsstílsbreytingar geta tekið á og reynist sumum ofviða. Oft er best að gera breytingarnar rólega því þekkt er þegar fólk gefst upp eða „springur“. Meira »

Þetta fær Bretlands drottning sér í morgunmat

17.11. Þeir segja að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins og það er deginum ljósara að hin 92 ára drottning Bretlands sé að halda sér í nokkuð góðu formi miðað við það sem hún lætur ofan í sig. Meira »

Guðdómlegar morgunverðarpönnukökur með skinku- og ostafyllingu

22.9. Þetta er eitthvað sem allir verða að prófa. Pönnukökurnar eiga ættir að rekja til Svíþjóðar en Svíar eru eins og flestir vita afar hrifnir af slíku fæði. Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit sem á heiðurinn að þessari uppskrift og útfærslu. Meira »

Einfaldur og ofurhollur hafragrautur

6.9. Þessi grautur er svo mikil snilld því það þarf ekki að elda hann heldur útbúa hann kvöldinu áður og geyma hann svo í ísskáp yfir nótt og þá er hann tilbúinn morguninn eftir. Hann er fullkominn sem nesti í vinnuna eða skólann og eins ef maður er á hraðferð á morgnana og nennir engu veseni. Meira »

Ofurís í morgunmat sem sléttir kvið og sál

2.8. Hver vill ekki byrja daginn á ís sem jafnframt sléttir kviðinn og sálina? Hér erum við að tala um algjöra morgungleðisprengju sem fær örgustu svartsýnimenn til að sjá ljósið. Meira »

Hollustuhræra Röggu Ragnars

18.5. Ragga hugsar vel um heilsuna og er í dúndurformi, enda dugar ekkert annað þar sem hún fer nú með aðalhlutverk í Vikings þáttunum vinsælu og geta vinnudagarnir verið strembnir. Hún deilir með okkur einfaldri uppskrift að skotheldum morgunverði sem nærir kroppinn. Meira »

Innbökuð egg með camembert

15.4. Þessi útfærsla af morgunverði eða brunch (eða dögurði) er til háborinnar fyrirmyndar en hér er tekin tortilla-pönnukaka og egginu pakkað inn í hana ásamt úrvals ostum og skinku. Meira »

Eggjandi brönsuppskriftir að hætti Rósu

28.3. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi og matgæðingur, deilir hér huggulegum uppskriftum að eggjaréttum sem henta vel í bröns. Uppskriftinar eru úr bók­inni henn­ar „Hollt nesti, morg­un­mat­ur og milli­mál“ sem kom út haustið 2016. Meira »

Bleika morgunþruman sem börnin elska

21.3. Bleikur ofurdrykkur er því það allra vinsælasta á heimilinu og myndi sú stutta drekka hann í öll mál ef það væri í boði. Við foreldrarnir gerum bleiku þrumunni einnig góð skil enda er hún meinholl, próteinrík og uppfull af andoxunarefnum og orku! Meira »

Græna ofurskálin í anda GLÓ

6.3. Ég elska grænu ofurskálina á GLÓ og kem stundum við í Faxafeni þegar ég vil gera vel við mig. Það er þó ekki svo gott að ég geti gert mér ferð þangað eins oft og mig langar í umrædda skál svo ég hófst handa við að brasa slíkt gúmmelaði heima fyrir. Meira »

Stökkir kókos- og möndlubitar, aðeins 3 innihaldsefni

20.2. 12 stangir koma úr uppskriftinni en hver stöng inniheldur 107 kaloríur, 5 g af sykri og 7 g af kolvetnum.  Meira »

Morgungrauturinn hennar Gurrýjar

25.1. Guðríður Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý í Biggest Looser, tekur janúar með trompi og hamast nú við að leggja lokahönd á nýtt æfingakerfi. Meira »

Kókosgrautur Önnu Eiríks

18.1.2018 Líkamsræktarhetjan Anna Eiríksdóttir deildi þessari uppskrift á síðu sinni í gær en hún segir grautinn vera í miklu uppáhaldi á sínu heimili. Meira »