Græn orkuþruma í boði FERM Living

Geggjaður orkudrykkur í boði danska húsbúnaðarframleiðandans Ferm Living.
Geggjaður orkudrykkur í boði danska húsbúnaðarframleiðandans Ferm Living. mbl.is/FermLiving

Við duttum inn á heimasíðu danska hönnunarfyrirtækisins FERM Living, sem gefur okkur uppskrift að þvílíkri orkubombu sem mun keyra daginn í gang. Uppskriftin kemur úr eldhúsi Luise, sem heldur úti síðunni Greenkitchenstories.com.

Græn orkuþruma í boði FERM Living

  • 1 gúrka
  • 1 sellerí búnt
  • 1 lítið búnt grænkál
  • 2 epli
  • Engiferrót, sirka 5 cm
  • 1 sítróna

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skola, skræla og hreinsa öll hráefnin og skera niður í minni bita.
  2. Setjið allt í djúsvél eða blandara og hrærið vel saman.
  3. Hellið í karöflu og eigið orkuríkan dag.
Karaflan er úr smiðju Ferm Living og heitir Ripple. Glös …
Karaflan er úr smiðju Ferm Living og heitir Ripple. Glös í ýmsum stærðum eru einnig fáanleg í þessari seríu. mbl.is/FermLiving
mbl.is