Ommeletta sem ærir í morgunsárið

Hversu girnileg ommeletta er hér á ferð?
Hversu girnileg ommeletta er hér á ferð? mbl.is/Spisbedre.dk

Að byrja daginn á ommelettu getur ekki klikkað. Þessi er matarmikil og getur vel borist fram sem hádegis- eða kvöldmatur. Hér er ein sú allra besta með kúrbít og geitaosti, borin fram með fersku salati.

Ommeletta af allra bestu gerð

 • 1 tsk. ólífuolía til steikingar
 • 1 stórt hvítlauksrif
 • ½ kúrbítur
 • 5 egg
 • 2 msk. rjómi
 • 2 salvíustilkar
 • 200 g belgbaunir
 • 100 g geitaostur
 • Salt og pipar

Salat:

 • Frisé-salat
 • 75 g rucola
 • Handfylli kerfill
 • 1 rauðlaukur
 • ¼ sítróna
 • 4 msk. ólífuolía
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Hitið pönnu með olíu og merjið hvítlaukinn út á pönnuna. Skerið kúrbítinn í skífur og steikið á pönnunni.
 2. Hrærið eggin saman við rjómann. Hellið hvítlauksolíunni af pönnunni og leggið salvíublöðin á pönnuna. Veltið salvíu og kúrbít saman og hellið því næst eggjablöndunni út á og lækkið í hitanum.
 3. Opnið belgina á baununum og geymið um 1/3 til hliðar fyrir salatið. Dreifið baununum yfir ommelettuna og leyfið þeim að leggjast í blönduna. Losið aðeins um ommelettuna og leggið hana saman til helminga.
 4. Skerið geitaostinn í skífur og dreifið yfir ommelettuna. Skreytið með salvíublöðum og kryddið með salti og pipar.
 5. Salat: Rífið salatið niður og blandið saman við rucola, kerfil og rauðlauk. Pressið sítrónusafa í skál og hrærið saman við olíu, saltið og piprið. Hellið dressingunni yfir salatið og dreifið baunum yfir.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is