Morgunmaturinn sem er betri en desert

Morgunverðarskál eða desert - þessi uppskrift getur uppfyllt hvoru tveggja.
Morgunverðarskál eða desert - þessi uppskrift getur uppfyllt hvoru tveggja. mbl.is/Anne au Chocolat

Ein besta smoothie-skál sem þú munt smakka er akkúrat þessi hér – með hindberjum og toppuð með bönunum. Hún er svo stórkostleg að hún hentar bæði sem kraftmikill morgunmatur og sem dýrindis desert.

Má bjóða þér morgunmat sem desert?

Smoothie:

  • 2 bananar
  • 150 g hindber
  • 2,5 dl mjólk
  • ½ vanillustöng

Annað:

  • 50 g hindber
  • 1 kíví
  • 2 msk. möndlur, hakkaðar
  • 2 msk. dökkt súkkulaði, smátt saxað

Aðferð:

  1. Settu allt í blandara og blandaðu vel saman. Helltu í tvær skálar og skreyttu með hindberjum, kíví, hökkuðum möndlum og smátt söxuðu súkkulaði.
mbl.is