Ljúffengur morgunverður með eggi og beikon

Morgunverður sem keyrir daginn í gang.
Morgunverður sem keyrir daginn í gang. mbl.is/Damndelicious.net

Morgunverður að okkar skapi er hér mættur sem aldrei fyrr. Allt sem mun byrja daginn á eggi og beikon, fangar athygli okkar. Hér er klassískt holubrauð bakað í ofni með tveimur mikilvægum hráefnum sem leggja línurnar fyrir daginn.

Holubrauð með eggi og beikon

  • 12 beikonsneiðar
  • 6 þykkar brauðsneiðar
  • 3 msk. ósaltað smjör við stofuhita
  • 6 stór egg
  • 6 msk. parmesan
  • 1½ tsk. ferskt timían
  • Kosher salt og pipar
  • 2 msk. graslaukur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C.
  2. Setjið beikonið á bökunarpappír á bökunarplötu og bakið í ofni í 5-7 mínútur.
  3. Spreyjið bökunarspreyi á nýjan bökunarpappír. 
  4. Skerið holu inn á miðjuna á hverri brauðsneið fyrir sig.
  5. Smyrjið aðra hliðina á brauðinu og leggið á bökunarpappírinn með smjörhliðina niður.
  6. Leggið beikonsneiðar á brauðin og opnið egg í holuna á brauðinu. Stráið parmesan yfir og timían ásamt salti og pipar.
  7. Setjið inn í ofn og bakið þar til eggjahvíturnar hafa tekið sig, í 12-15 mínútur.
  8. Berið strax fram og skreytið með graslauk ef vill.
mbl.is/Damndelicious.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert