Beikon

Bakaður þorskur með kartöflum og beikoni

10.6. Hér er um einstaklega flottan fiskrétt að ræða þar sem þorskur er borinn fram með mörðum kartöflum og beikoni sem gerir allan mat betri. Meira »

Samlokan sem setur allt á hliðina

30.5. Ef það er eitthvað sem er nauðsynlegt að smakka þá er það þessi samloka hér. Stökkt brauð með eggi, beikon, guacamole og bræddum osti – góðan daginn og gjörið svo vel. Meira »

Ljúffengur morgunverður með eggi og beikon

18.5. Hér er klassískt holubrauð bakað í ofni með tveimur mikilvægum hráefnum sem leggja línurnar fyrir daginn.   Meira »

Beikonvafin himnasending sem gerir allt betra

17.5. Þessar rækjur bjóða sjálfum sér í matinn og eiga alltaf erindi við matarborðið, sama hvert tilefnið er.   Meira »

Salatið sem þú borðar á skuldadögum

23.4. Mörg okkar misstu sig í súkkulaði og sósum - gerðu vel við sig í mat og drykk (og gott betur en það), og nú er komið að skuldadögum til að rétta kroppinn af. Meira »

Þrjár ketóvænar beikonsprengjur

16.4. Við höfum deilt með ykkur uppskriftum að beikonvöfðum aspas sem er hið fullkomna ketó-snakk, en hér koma þrjár útfærslur af smáréttum sem innihalda beikon. Meira »

Ketó-snakkbitar sem æra óstöðuga

5.4. Hér eru litlir gúrmei bitar sem slökkva á allri löngun í eitthvað annað sem kroppurinn gargar á.   Meira »

Svona gerir þú beikonið enn betra

21.3. Hér færðu að verða vitni að því hvernig matreiða má besta beikon á þessari jörðu – já, við leyfum okkur að taka svo stórt til orða. Meira »

Beikonvafinn aspas fyrir ketó kroppa

27.2. Eitt það albesta við ketó mataræðið er sú staðreynd að það má borða beikon og smjör. Ef þið skoðið málið niður í kjölinn þá sjáið þið að í raun þarf maður ekki meira til að lífið sé bara nokkuð gott. Meira »

Gott og girnilegt á tíu mínútum

24.1. Fljótlegt, auðvelt og girnilegt á einu bretti! Hér erum við með útfærslu af dásemdarrétti sem passar eiginlega inn í allar máltíðir dagsins. Meira »

Pítsan sem þú munt eingöngu vilja hér eftir

11.1. Við pössum kannski upp á línurnar en hættum aldrei að borða pizzu, enda geta þær verið hollar og góðar eins og þessi sem við erum að bjóða upp á. Meira »

Skotheld leið til að beikonið heppnist sem best

22.11. Hefurðu velt því fyrir þér hvernig sumir fá beikon til að líta út eins og klippt út úr matreiðslubók? Þegar við skellum nokkrum sneiðum á pönnuna þá krullast beikonið upp á alla kanta er við sækjumst eftir því að hafa það nokkuð beint. Meira »

Samlokan sem mun kollvarpa heimsmynd þinni

4.11. Hér gefur að líta mögulega þá girnilegustu samloku sem sést hefur enda samanstendur hún af nokkrum þeim fæðutegundum sem heimurinn elskar heitast. Meira »

Morgunkaka sem tryggir framúrskarandi dag

13.10. Það besta við góðar eggjakökur er hvað þær eru auðveldar í framkvæmd og halda maganum mettum í langan tíma. Eggjakaka, eða „frittata“ eins og Ítalir kalla hana, er matreidd á pönnu og líka í ofni sem gerir réttinn extra fullkominn. Meira »

Salat með góðri samvisku og stökku beikoni

11.9. Fáum okkur eitthvað hollt sem smakkast líka vel því við eigum það svo sannarlega skilið. Eitt af því gæti verið salat með stökku beikoni, eggi og ljúffengri dressingu. Meira »

Girnilegasta kjúklingasalatið á Netinu í dag

22.8. Þetta má ekki fram hjá þér fara! Kjúklingasalat með beikon og avocado, toppað með dressingu sem fær þig til að gleyma.   Meira »

Kjúklingapasta löðrandi í beikoni og sósu

30.7. Þessi ofnréttur inniheldur hráefni sem hugga, bæta og kæta. Þegar maður setur þau öll saman og stingur inn í ofn verður útkoman alveg einstaklega ljúffeng. Meira »

Beikon-koddar sem bráðna í munni

10.4. Hugsaðu þér stökkt beikon og cheddar ost sem hálfpartinn bráðna í munni – en það er akkúrat það sem við erum að bjóða upp á. Meira »

Lúxusútgáfa af kartöflumeðlæti

26.3. Hér er um að ræða lúxusútgáfu af kartöfluköku með beikoni sem er betri en allt annað sem þú hefur smakkað.   Meira »

Fylltar kartöflur með eggi og beikoni

6.3. Af hverju höfum við ekki smakkað þessa snilldarútgáfu fyrr? Hér er brauðinu sleppt, sem annars er algeng sjón með hráefnum sem þessum, og kartafla notuð í staðinn. Útkoman verður frábær kvöldmatur sem þú mátt alls ekki láta fram hjá þér fara. Meira »

Bestu beikonpönnukökur í heimi

16.2. Við sem elskum pönnukökur og beikon getum ekki látið þetta kombó fram hjá okkur fara.  Meira »

Ídýfan sem vekur stormandi lukku!

18.1. Þetta er alls ekkert flókið því þessi girnilega ídýfa mun fara á „uppáhalds-listann“ frá og með núna.   Meira »

Besti beikonkjúlli ketó-unnandans

2.1. Leyndardómurinn á bak við þessa uppskrift er að kjúklingurinn matreiðist upp úr beikonfitu sem gefur kjúklingnum þetta auka bragð sem erfitt er að standast. Meira »

Svínalund í sósubaði með beikoni og eplum

10.11. Þetta er kannski ekki klassíska uppskriftin að svínalund í rjómasósu því hér er eplum bætt út í og gefa alveg nýjan keim í réttinn sem þó inniheldur enn þá beikon og sveppi. Meira »

Æðislegt pasta með beikoni og blómkáli

16.10. Hér bjóðum við til leiks eina ofureinfalda en afar bragðgóða uppskrift að blómkálspasta með beikoni sem allir munu elska.  Meira »

Hamborgari fyrir þá sem þora

14.9. Það er ekki annað hægt en að elska hamborgara, enda fullkomin máltíð sem má matreiða á svo marga vegu. Þessir borgarar eru áskorun fyrir þig! Meira »

Alvöru ítalskt carbonara

28.8. Við elskum allt sem kemur úr ítölsku eldhúsi eins og carbonara með beikoni og parmesan. Og ef maður vill gera vel við sig er tilvalið að splæsa í eitt hvítvínsglas til að fullkomna máltíðina. Meira »

Girnilegar hasselback-kartöflur með beikoni

12.8. Gott kjöt, salat og hasselback-kartafla – einfalt en klassískt og alltaf jafnvinsælt. Þær eru líka svo fallegar þegar þær skreyta diskinn. Meira »

Helgarpizza með karamelluðum lauk

15.6.2018 Hér er pizza-uppskrift fyrir þau sem eru komin með leið á þessari venjulegu með osti og skinku. Karamölluður laukur fer ofboðslega vel með geitaosti og balsamic sírópið er alveg til að toppa þessa blöndu. Meira »