Hættulega gott keto salat

Brjálæðislega gott ketó salat - gjörið svo vel.
Brjálæðislega gott ketó salat - gjörið svo vel. mbl.is/Park Feierbach

Þetta er eitt af þeim salötum sem smakkast jafnvel enn betur daginn eftir. Hér er algjörlega frábært ketó salat á boðstólnum sem inniheldur brokkolí, möndlur og æðislega dressingu. Ef þú ert grænmetisæta má vel skipta út beikoninu með avocado.

Hættulega gott keto salat

 • Sjávarsalt salt
 • 3 brokkolí hausar, skornir í litla munnbita
 • ½ bolli rifinn cheddar ostur
 • ¼ rauður laukur, skorinn í þunnar sneiðar
 • ¼ bolli ristaðar möndluflögur
 • 3 beikonsneiðar, skornar í litla bita
 • 2 msk. söxuð steinselja 

Dressing:

 • ⅔ bolli majónes
 • 3 msk. epla edik
 • 1 msk. dijon sinnep
 • sjávarsalt
 • pipar

Aðferð:

 1. Hellið 6 bollum af vatni ásamt smá salti í meðalstóran pott og hitið að suðu.
 2. Sjóðið brokkolíið í 1-2 mínútur og leggið því næst í ískalt vatn og látið kólna. Dreypið síðan allt vatn af brokkolíinu.
 3. Útbúið dressinguna með því að blanda öllum hráefnum saman og smakkið til með salti og pipar.
 4. Setjið öll hráefnin sem tilheyra salatinu í stóra skál og hellið dressingunni yfir. Blandið vel saman og geymið í ísskáp þar til bera á fram.
mbl.is