Pastaréttur sem kitlar bragðlaukana

Girnilegur pastaréttur með stökku beikoni og aspas að hætti Hildar …
Girnilegur pastaréttur með stökku beikoni og aspas að hætti Hildar Rutar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er réttur sem gæti flokkast undir „comfort food“ – svo ljúffengur er hann. Uppskrift að fersku tortillini, beikoni og ferskum aspas, a la Hildur Rut, sem er algjör snillingur í góðum pastaréttum.

Pastaréttur sem kitlar bragðlaukana (fyrir 3-4)

 • 500 g ferkst tortellini með ricotta og spínati
 • nokkrar vel stökkar beikonsneiðar (ofnbakaðar)
 • 4 sveppir (miðstærð)
 • 10 ferskir aspasstilkar
 • 1 stórt rifið hvítlauksrif
 • salt og pipar
 • smá kjötkraftur
 • ólífuolía
 • 1/2-1 dl rjómi
 • 1-2 dl rifinn parmesanostur
 • ½ sítróna
 • fersk steinselja

Aðferð:

 1. Skerið sveppi og aspas í bita. Brjótið fyrst nokkra cm neðan af aspasnum (þar sem hann er oftast trénaður) og hendið.
 2. Sjóðið tortellini eftir leiðbeiningum.
 3. Steikið sveppi og aspas upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauknum við.
 4. Hellið rjóma og safa úr ca ½ sítrónu út í. Saltið, piprið og setjið smá kjötkraft. Dreifið parmesanosti og beikoni yfir og hrærið vel. Smakkið ykkur endilega til.
 5. Bætið við í lokin tortellini og skreytið með parmesan og ferskri steinselju.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is