Ommeletta sem þú mátt alls ekki missa af

Besta byrjun á deginum! Ommeletta með spínati og beikon.
Besta byrjun á deginum! Ommeletta með spínati og beikon. mbl.is/Colourbox

Ommeletta með fyllingu er dásamleg byrjun á deginum. Hér er um einfalda útgáfu sem bragðast betur en hugsast getur.

Ommeletta sem þú mátt alls ekki missa af (fyrir 4)

 • 8 egg
 • ½ dl mjólk
 • Salt og pipar
 • 100 g beikon
 • Ólífuolía
 • 2 stórar mozzarella kúlur

Annað:

 • 200 g spínat
 • 100 g fetaostur

Aðgerð:

 1. Pískið egg með mjólk og kryddið með salti og pipar.
 2. Steikið beikon á pönnu upp úr olíu.
 3. Takið beikonið af pönnunni og setjið smá olíu á pönnuna. Hellið sirka ¼ af eggjamassanum á pönnuna og steikð þar til massinn byrjar að festa sig.
 4. Rífið mozzarella ostinn í litla bita og leggið fjórðung á helminginn af eggjakökunni, ásamt smáveigis af beikoni.
 5. Steikið þar til eggjamassinn hefur tekið sig.
 6. Brjótið eggjakökuna í hálfmána og setjið já disk.
 7. Endurtakið allt saman þar til þú ert með fjórar eggjakökur í heildina.
 8. Blandið spínati og fetaosti saman og veltið upp úr smá olíu.
 9. Berið fram ommelettu og spínatsalat með fetaosti.
mbl.is