Þess vegna skaltu aldrei sleppa morgunmatnum

Morgunmatur að okkar skapi.
Morgunmatur að okkar skapi. mbl.is/Katie Workman

Ef þú átt það til að sleppa fyrstu máltíð dagsins á morgnana skaltu fylgjast aðeins betur með hér. Stundum höfum við hreinlega ekki tíma til að setjast niður eða þá er matarlystin ekki til staðar svona snemma. Hvort sem er virðist morgunmatur vera mikilvægur fyrir heilsuna og hvernig okkur líður yfir daginn.

Aukin hætta á sykursýki
Sveiflukenndur blóðsykur og þróun insúlínviðnáms hefur ítrekað verið tengt við skort á morgunverði. Samkvæmt rannsóknum American Journal of Clinical Nutrition eru konur sem sleppa morgunverði í meiri hættu á að fá sykursýki 2 en þær sem borða morgunmat daglega.

Slæmt minni
Ef þú vilt standa þig vel í skóla eða vinnu er góð hugmynd að byrja daginn á hollum og góðum morgunverði. Samkvæmt 47 morgunmatstengdum rannsóknum frá The American Dietetic Association er niðurstaðan sú að borðir þú morgunmat bætir þú vitræna virkni og þú festir betur í minni.

Aukin hætta á hjartasjúkdómum
Rannsóknir hafa verið gerðar út um allan heim hvað morgunmat og heilsu varðar – ein af þeim hefur sýnt fram á tengingu við hækkandi blóðþrýsting hjá fólki sem sleppir morgunmatnum. Eins almenn aukin hætta á að fá hjartasjúkdóm á meðal karla á aldrinum 45-82 ára.

Þú átt erfiðara með að léttast
Ekki það sem flest okkar vilja heyra, en staðreyndin liggur fyrir svart á hvítu. Þú getur sagt sjálfum þér að með því að sleppa morgunmatnum muntu spara nokkrar hitaeiningar og léttast – en þar hefurðu rangt fyrir þér. Rannsókn í tímaritinu Obesity hefur sýnt fram á að þú léttist með því að borða meira af morgunmat en af kvöldmat. Rannsóknin var gerð á tveimur mismunandi hópum þar sem annar hópurinn borðaði stóra máltíð að morgni og hinn að kvöldi til. Þeir sem borðuðu meira á kvöldin misstu að meðaltali 3,5 kíló en þeir sem borðuðu mest á morgnana misstu að meðaltali 8 kíló. Svo þetta er eitthvað sem vert er að skoða nánar.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Sleppir þú því að borða morgunmat?
Sleppir þú því að borða morgunmat? mbl.is/living805.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert