Ómótstæðileg ítölsk eggjakaka sem fullkomnar helgina

Eggjakaka er fullkomin morgunverður.
Eggjakaka er fullkomin morgunverður. mbl.is/Jamie Oliver

Góður morgunverður getur bætt og kætt margan manninn - þá sérstaklega um helgar, þegar við viljum gera vel við okkur. Hér er uppskrift að ekta ítalskri eggjaköku sem fullkomnar daginn.

Morgunverðurinn sem bætir daginn til muna

 • Ólífuolía
 • 4 stór egg
 • 6 cherry tómatar
 • 1/4 x 125 g mozzarella kúla
 • 1-2 ferskar basil stangir

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 200°C. 
 2. Hellig små ólífuolíu á litla pönnu eða disk sem þolir að fara inn í ofn. Brjótið eggin ofan í pönnuna. 
 3. Skerið tómatana til helminga og setjið með eggjunum. 
 4. Rífið mozzarella osti yfir og dreypið örlítið meira af ólífuolíu yfir. Kryddið með sjávarsalti og svörtum pipar. 
 5. Bakið í ofni í 7-10 mínútur eða þar til hvíturnar hafa bakast, en rauðan ekki. 
 6. Stráið ferskum basil laufum yfir og berið fram með fersku brauði. 

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is