Dögurður

Pönnukökurnar sem Pétur getur ekki verið án

15.12. Þessar forkunnarfögru pönnukökur eru úr smiðju Tobbu Marínós og eru ein fjölmargra uppskrifta sem prýða Matreiðslubók Mikka sem kom út á dögunum. Meira »

Morgunverðarvöfflur Chrissy Teigen

18.11. Morgunverðarvöfflur eins og þær gerast bestar! Hér er það engin önnur en Chrissy Teigen sem deilir uppskrift úr bók sinni Cravings: Hungry for more sem kom út á dögunum. Uppskriftin er alveg hreint upp á tíu og sannarlega til þess fallin að gera sunnudaginn enn betri. Meira »

Egg Benedict með einfaldri hollandaisesósu

27.10. Hinn fullkomni morgunverður í huga margra eru egg benedict með hollandaisesósu og mímósu. Ekki amalegt en dálítið flókið í framkvæmd. Hér gefur hins vegar að líta útgáfu þar sem búið er að einfalda hollandaisesósuna til muna, sem ætti að auðvelda allnokkrum lífið. Meira »

Hinn fullkomni dekurmorgunverður

26.8. Hvað er dásamlegra en nýlagað french toast á fögrum helgarmorgni? Nákvæmlega ekkert að mati Lilju Katrínar Gunnarsdóttur á Blaka.is sem bjó til þessar elskur um daginn og hélt vart vatni í kjölfarið yfir hversu vel heppnaður og dásamlegur þessi morgunverður var og er. Meira »

Ógleymanlegar pönnukökur með óvæntu leynihráefni

4.8. Hvað er meira viðeigandi akkúrat núna en gómsætar amerískar pönnukökur sem eru með því sem við köllum „leynihráefni Lindu“, en það er vanilluskyrið frá Örnu sem er með stevíu. Meira »

Beyglan sem mun breyta lífi þínu

23.4. Kaffihúsið Emilie and the cool kids er að finna Hverfisgötunni. Allt er bakað á staðnum og samlokur lagaðar eftir pöntun. Kaffihúsið þykir sérlega vel heppnað og hér gefur að líta uppskrift að svokallaðri „Fat Mike“-beyglu sem er algjört sælgæti. hlekkur Meira »

Innbökuð egg með camembert

15.4. Þessi útfærsla af morgunverði eða brunch (eða dögurði) er til háborinnar fyrirmyndar en hér er tekin tortilla-pönnukaka og egginu pakkað inn í hana ásamt úrvals ostum og skinku. Meira »

Jóladálæti kokkanna

9.12.2017 „Við erum mjög hefðbundin í jólamatnum en leikum okkur gjarnan með forréttinn, erum t.d. með rjúpu í forrétt, en hamborgarhrygg í aðalrétt,“ segir Sigurður Gíslason, kokkur á GOTT í Vestmannaeyjum. Meira »

Chia-grautur sem tryllir bragðlaukana

30.5.2017 Chia-grautur hefur hingað til ekki verið flokkaður sem gourmet-matur en á því er að verða breyting. Þessi uppskrift er í senn meinholl og næringarrík auk þess sem hún býður upp á skemmtilegt tilbrigði við fræga ameríska uppskrift sem er kannski best að fjalla ekkert of mikið um hér enda gæti gætt vissra fordóma. Meira »

Grænmetisbaka með piparosti

18.4. Bökur eru sérlega snjall matur því hægt er að hafa þær í matinn hvenær dags sem er. Þessi uppskrift hér tikkar í flest box þegar kemur að bragðgæðum og almennum huggulegheitum enda kemur hún úr smiðju Svövu Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit. Meira »

Einfaldur páskabröns

1.4. Þetta er afbragðssnjöll hugmynd að bröns eða dögurði eins og sumir kalla hann. Hér eru notaðar þessar litlu og fallegu skálar sem líkjast potti frá Le Creuset en það gefur augaleið að hægt er að nota hvers kyns eldfast mót í staðinn. Meira »