Nýbakaðar bollur á hverjum morgni og í nestið

Hvað er betra en að byrja daginn á nýbökuðum bollum?
Hvað er betra en að byrja daginn á nýbökuðum bollum? mbl.is/Columbus Leth

Það jafnast ekkert á við ilminn af nýbökuðum bollum. Og nú getur þú fengið þér nýbakaðar bollur á hverjum morgni því þetta bolludeig er ótrúlega drjúgt og geymist í allt að fimm daga í ísskáp. Þar fyrir utan eru þær svo ofureinfaldar í framkvæmd að annað eins hefur varla sést.

Bollur sem klikka ekki (20 stk.)

  • 15 g þurrger
  • 7 dl kalt vatn
  • 8 g salt
  • 850-900 g hveiti

Aðferð:

  1. Leysið gerið upp í vatni. Bætið því næst salti og hveiti og hrærið vel saman. Deigið á að vera örlítið klístrað.
  2. Setjið plastfilmu yfir hræriskálina og inn í ísskáp yfir nótt.
  3. Hitið ofninn í 240° á blæstri og taktu eins mikið af deiginu í þær bollur sem þú ætlar að baka.
  4. Mótið deigið í litlar bollur og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu. Skerið léttilega með beittum hnífi kross í bolluna.
  5. Bakið bollurnar í 5 mínútur og lækkið þá hitann í 210°, bakið áfram í 15-20 mínútur. Leyfðu þeim að hvíla í nokkrar mínútur áður en þú smyrð þær með uppáhaldsálegginu þínu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert