Bollur sem rugla algjörlega í þér

Bollur sem þú munt klárlega vilja baka aftur.
Bollur sem þú munt klárlega vilja baka aftur. mbl.is/Sandra Palmquist

Það slær ekkert út ilminn af nýbökuðum bollum, smurðar með góðu lagi af smjöri. Þessar haframjölsbollur með hunangi munu metta marga maga og eru frábærar í nesti. Bollur eru bestar með osti, sultu, ferskri papríku eða öðru því sem til er í ísskápnum hverju sinni – þitt er valið.

Hollustubollur með hunangi

 • 50 g ger
 • 5 dl ilvolgt vatn
 • 2 tsk. salt
 • 2 msk. ólífuolía
 • 1 msk. hunang
 • ½ dl hafraklíð
 • 5 dl haframjöl
 • 5 dl hveiti
 • ½ dl mjólk til að pensla
 • ½ dl haframjöl til að skreyta

Aðferð:

 1. Leysið gerið upp í volgu vatni. Setjið salt, ólífuolíu, hunang, haframjöl út í og blandið saman í nokkrar mínútur.
 2. Bætið hveiti út í smátt og smátt þar til deigið byrjar að losna frá köntunum. Leggið hreint viskastykki yfir og leyfið deiginu að hefast í 1 klukkustund.
 3. Stillið ofninn á 225°C. Skiptið deiginu í 20 bita og mótið í bollur. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu. Leggið viskastykki yfir og leyfið að hefast í 30 mínútur.
 4. Penslið bollurnar með mjólk og dreifið haframjöli yfir. Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur þar til þær eru orðnar fallegar á lit. Leyfið þeim aðeins að kólna áður en bornar fram.
mbl.is