Hinn fullkomni helgarmorgunverður

mbl.is/bbcgoodfood.com

Við getum ekki sagt „nei takk“ við blöndu sem þessari. Þegar rjómaostur, mangó chutney og avocado mætast ofan á volgu nan-brauði þá bjóðum við góðan daginn – enda er þetta hinn fullkomni morgunverður að okkar skapi.

Hinn fullkomni morgunverður (fyrir 2)

 • 1 msk. olífuolía
 • 2 egg
 • 2 lítil nan-brauð
 • 4 msk. rjómaostur
 • 2 msk. mangó chutney
 • 1 avocado
 • ½ lime
 • 1 grænt chili
 • Ferskt kóríander

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á blæstri á 180°. Hitið olíu á pönnu og steikið eggið og á meðan hitið þá nan-brauðin inni í ofni.
 2. Smyrjið nan-brauðin með rjómaosti og dreifið mango chutney yfir. Setjið egg ofan á hvort sitt brauðið og toppið með avocado, safa úr lime, smátt söxuðu chili og kóríander.
Fullkomin samsetning á nanbrauði til að hefja daginn.
Fullkomin samsetning á nanbrauði til að hefja daginn. mbl.is/bbcgoodfood.com
mbl.is