Nýjasta nýtt í grillmennskunni

Girnilegt egg.
Girnilegt egg. Ljósmynd / Bon Appetit

Það eru sjálfsagt ekki margir sem eru vanir að grilla egg en viti menn. Það er merkilega auðvelt að grilla þau – rétt eins og að sjóða.

Fyrir harðkjarna grillara hljóta þetta að teljast frábær tíðindi enga eykur þetta töluvert á fjölbreytileika þeirrar fæðu sem innbyrt er yfir sumartímann. Það allra smartasta er að grilla egg og setja yfir sumarsalatið. Þeir sem til þekkja fullyrða að bragðið af eggjunum sé ögn reykkenndara og alls ekki eins og hefðbundin egg sem soðin eru í vatni.

Nóg er að grilla eggin í tíu mínútur eða svo og ráðlagt er að hafa þau ekki á hæsta hitanum enda springi þá skurnin. Slíkt sé svo sem í lagi en betra sé að elda þau ögn hægar á jaðrinum og hafa skurnina heila.

Sniðugt er að setja grillað egg út á sumarsalatið.
Sniðugt er að setja grillað egg út á sumarsalatið. Ljósmynd / Bon Appetit
Það má jafnvel greina grillrákir á þessum fyrirmyndareggjum.
Það má jafnvel greina grillrákir á þessum fyrirmyndareggjum. Ljósmynd / Bon Appetit
Hver segir að það sé ekki hægt að grilla egg?
Hver segir að það sé ekki hægt að grilla egg? Ljósmynd / Bon Appetit
mbl.is