The Breakfast Club: Morgunverður og meira

Á páskunum var boðið upp á pönnukökur með kremeggjum.
Á páskunum var boðið upp á pönnukökur með kremeggjum. mbl.is/TBC

Ert þú á leið til London? Þá er þessi staður algjört æði. Í hliðargötunni Rufus Street út frá Hoxton Square er að finna staðinn The Breakfast Club sem heitir eftir æði vinsælli kvikmynd frá 1985. Þetta er meðalstór og líflegur staður með einstaklega góðri þjónustu. Þarna er að sjálfsögðu hægt að panta „flat white“ sem og aðra kaffidrykki.

Staðurinn er rómaður fyrir pönnukökustafla sína og vöfflur en þarna er líka hægt að fá ekta enskan morgunverð, líka fyrir þá sem borða ekki kjöt. Vel er hægt að mæla með morgunverðar-búrrító sem er borin fram annaðhvort með chorizo-pulsu eða steiktum sveppum.

Fyrir þá sem vilja eitthvað sætt eru pönnukökur með saltri karamellu, bönunum, rjóma og súkkulaðisósu málið.

Búast má við því að þurfa að fara í röð til að borða á staðnum, að minnsta kosti fyrir hádegi um helgar, en röðin gengur nokkuð hratt og biðin er þess virði.

Fyrir þá sem til dæmis ákveða að borða ekki morgunmat á hótelinu sínu er þessi staður alveg kjörinn.

Samfélagsmiðlar elska The Breakfast Club 

#London #thebreakfastclub #soho #brunch

A post shared by 小兔仔想去旅行🚀⛵️🚂 (@rabbitattravelling) on Jun 24, 2017 at 2:11pm PDT

I miss the pancake 😢Can you dabao for me? @sandravoon

A post shared by Vinsze Yong (@vinsze) on Jun 19, 2017 at 7:25pm PDT




Morgunverður staðarins er ákaflega vinsæll enn staðurinn er nú komin …
Morgunverður staðarins er ákaflega vinsæll enn staðurinn er nú komin með 8 útibú víðsvegar um London. mbl.is/TBC
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert