Ekki henda afgangs chillí-piparnum

Vel ferskur chillípipar geymist í 3-4 vikur í ísskáp.
Vel ferskur chillípipar geymist í 3-4 vikur í ísskáp. mbl.is/Thinckstock

Chillípipar er hið mesta góðgæti í matargerð en það þarf ekki mikið af honum í hvert sinn svo það situr gjarnan eftir hluti af chillí-aldininu. Hér koma því nokkur góð ráð um hvernig megi geyma góðmetið.


1. Stingdu opna endanum á piparnum í salt áður en þú setur hann í pok og inn í ísskáp. Svo er saltið dustað af þegar nota á piparinn.

2. Piparinn má frysta og setja svo heilann, frosinn út í pottrétti eða súpur og fjarlægja eftir eldun. Einnig er sniðugt að raspa hann frosinn með fínum raspi yfir pizzuna eða hvað sem er. 

3. Búðu til olíu. Sjá uppskrift hér.

4. Síðast en ekki síst er sniðugt að þurrka ferskan chillípipar og mala svo og nota sem krydd.

Við þurrkun þarf að þræða piparinn heilan upp á band. Piparinn þarf að vera óskaddaður. Stingdu í gegnum stilkinn með nál með bandi eða bittu spotta utan um stilkinn. 

Hengdu herlegheitin upp á þurran stað þar sem loftar vel um og láttu þorna í lágmark 3 vikur.

Þegar chillipiparinn er þornaður er hann í raun orðinn krydd sem mauka má í matvinnsluvél.
Þar að auki má einnig þurrka chillípipar með því að baka hann á lágum hita lengi. Sjá myndbandið hér að neðan. 
mbl.is