Svindlað í saumaklúbb: Rammáfeng ostakaka

Það er komið að því. Svindlað í saumaklúbb hefur göngu sína og í fyrsta þættinum kennum við ykkur hvernig á að breyta Mexíkó grýtu í enchilladas. Það er í senn sáraeinfalt og afskaplega bragðgott svo að ekki sé fastar að orði kveðið.

Tobba ætlar að reiða fram ostaköku lötu konunnar eins og hún kallar þar en þar býr hún til ostaköku á átta mínútum sem er í senn rammáfeng og sérlega gómsæt... og jú - merkilega einföld.

Frekar hressar að lesa um ævitýri Ewing fjölskyldunnar í Dallas.
Frekar hressar að lesa um ævitýri Ewing fjölskyldunnar í Dallas. mbl.is/Eggert

Mexíkóveisla fyrir meistara

 • 400 g nautahakk
 • 400 ml vatn
 • 1 pk Mexíkó grýta frá Toro
 • 1 pk rifinn ostur
 • 1 dós taco sósa
 • 6 taco pönnukökur
 • kóríander eða eitthvað exótískt skraut
 1. Aðferð:
 2. Steikið hakkið á pönnu, bætið vatninu saman við og Mexíkó grýtunni. Hrærið saman og látið malla á hellunni í nokkrar mínútur.
 3. Setjið grýtuna í pönnuköku, um það bil einn sjötta og raðið í eldfasta mótið eins og sést í myndbandinu.
 4. Setjið taco sósuna yfir og loks ostinn.
 5. Bakið í ofninum í 10 mínútur á 180 gráðum og gott er að setja grillið á síðustu mínúturnar til að osturinn verði gullinnbrúnn og bubblandi.
 6. Berið fram með taco sósu, sýrðum rjóma og fersku salati.

Royal ostakaka með lekkerum líkjör

 • 1 pakki karamellu Royal búðingur
 • 100 ml líkjör t.d kalúha
 • 400 ml mjólk
 • 200 g rjómaostur
 • Kex í botn
Aðferð:
 1. Mölvið kexið og setjið í botninn á glösunum.
 2. Setjið rjómaostinn í hrærivélaskálina og hrærið vel. Gott er að hafa ostinn við stofuhita.
 3. Bætið því næst vökvanum saman við og þá Royal duftinu. Hrærið vel.
 4. Setjið blönduna ofan á kexið og látið hvíla í ískápnum í 5-10 mínútur.
 5. Berið fram með döðlusírópi, söxuðu súkkulaði eða hverju sem ykkur dettur í hug og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka