Svona fyllir þú konfektmola – hnetufylling og lakkrísostakökudraumur

Í þessum þriðja þætti af Konfektþætti Matarvefjarins keppa þau Halldór Kristján Sigurðsson og Tobba Marinósdóttir um bestu fyllinguna. Í raun voru molarnir nánast á pari enda himneskir báðir. Halldór gerði vinsælustu fyllinguna af súkkulaðinámskeiðunum sínum en Tobba lakkrísostakökufyllingu.

Vinsælasta fyllingin 

  • 100 g G&B-rjómasúkkulaði 
    1 dl rjómi
    1 dl saxaðar tamari ristaðar möndlur 

Sjóða á rjóma upp að suðumarki, hella honum í súkkulaðið í smá skömmtum, möndlum og eða líkjör bætt út í, látið kólna í 2-4 klst. í kæli. Búið til kúlur úr fyllingunni og þrýstið ofan í súkkulaðiskeljarnar. 

Lakkrísostakökufylling:

  • 150 g þétt­ur og góður rjóma­ost­ur við stofu­hita 
  • 100 g hvítt súkkulaði, brætt
  • 2 msk. lakkríssíróp

Hrærið rjóma­ost­in­um, súkkulaðinu og sírópinu vel saman í hrærivél. Setjið fyll­ing­una í sprautu­poka og inn í kæli. Það er auðveld­ara að vinna með fyll­ing­una þegar hún er köld. Sprautið svo í skeljarnar.

Ef þið finnið ekki lakkríssíróp má vel bræða bingókúlupoka með 2 msk. af rjóma og nota.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert