Heimagerður dásemdar Bailey's-truffluís sem ærir gestina

Þessi dásemdar Bailey's-truffluís er með því huggulegra sem hægt er að bjóða upp á um hátíðirnar. Hér eru réttu handtökin sýnd og auðvitað lumar Tobba á smá leyndardómi sem setur punktinn yfir i-ið.

Eggjalaus Bailey's-truffluís

  • 500 ml rjómi léttþeyttur
  • Bailey's-truffla.
  • 100 g G&B ljóst rjómasúkkulaði

Aðferð:

  1. 100 g G&B ljóst rjómasúkkulaði, brætt
  2. 1dl rjómi
  3. 1- 2 msk. Bailey's
  4. Sjóðið upp á 1 dl af rjóma upp að suðumarki, hellið honum í súkkulaðið í smá skömmtum, bætið við 1-2 msk. af Bailey's í, látið kólna.
  5. 1/4 hluti þeytta rjómans er tekinn til hliðar og honum blandað saman við Bailey's-truffluna, látið vel samlagast, því næst er þessari blöndu bætt saman við restina af rjómanum. Gott er að nota handþeytara en varast skal að ofþeyta þessa blöndu.
  6. Ísinn frystur í skálum, skreytt að vild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert