Jarðarberjabollur með piparlakkrískurli

mbl.is/

Piparlakkrísinn er að gera allt vitlaust eins og flestir vita og hér er hann mættur á bollur og ekki annað að sjá en hann eigi þar vel heima. Hér er honum blandað saman við jarðarber og útkoman er frekar flippuð og frábær.

Jarðarberjabollur með piparlakkrískurli

  • 2,5 dl rjómi
  • 2,5 dl nýmjólk
  • 1 pakki ROYAL-jarðarberjabúðingur
  • Jarðarberjasulta
  • Jarðarber
  • Piparlakkrískurl


Mjólk og rjóma blandað saman, búðingsduftið þeytt saman við. Látið stífna.

Skerið bolluna í sundur, smyrjið botninn með sultunni og raðið jarðarberjasneiðum ofan á. Sprautið svo búðingnum ofan á og endið á að strá smá lakkrískurli yfir. Lokið bollunni og sigtið smá flórsykur yfir og skreytið jafnvel með jarðarberi.

Þegar hluta af mjólkinni er skipt út fyrir rjóma verður búðingurinn enn þá þykkari og með því að skipta þessu alveg til helminga fáum við búðing sem minnir hvað helst á frómas. Við mælum einmitt sérstaklega með að prufa þessa fyllingu líka í tertur og á pönnukökurnar eða vöfflurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert