Hvar er best að geyma súkkulaði?

Hvar er best að geyma súkkulaði? Er það kæliskápurinn eða skyldi búrskápurinn vera öruggari kostur? Utan sólskins eða skiptir það engu máli?

Úr þessu fékkst skorið á dögunum þegar eigandi súkkulaðigerðarinnar The Chocolate Bar greindi frá því að súkkulaði sem geymt sé í kæli missi skerpuna og bragðið. Súkkulaði skyldi alltaf geyma á köldum, dimmum og þurrum stað en alls ekki of köldum því bæði fari mikill kuldi illa með súkkulaðið, rétt eins og mikill hiti.

Þetta þýðir að við sem geymum súkkulaði í kæliskápum þurfum að kippa því út hið snarasta svo það verði ekki bragðlaust og „missi bitið“ en það viljum við alls ekki.

Þar höfum við það!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert