Leif og Gísli í eina sæng fram á sunnudag

Leif hefur áður komið til Íslands og gert frábæra hluti.
Leif hefur áður komið til Íslands og gert frábæra hluti. mbl.is/Food & Fun

Ein skemmtilegasta helgi matgæðinga er að hefjast og eitt af því sem vekur áhuga er að Slippurinn í Vestmannaeyjum mun taka sér bólfestu á Bergson RE í húsi Sjávarklasant út á Granda.

Það er hinn færeyski Leif Sørensen sem mun standa vaktina ásamt Gísla Matthíasi, yfirkokk Slippsins. Leifur var maðurinn á bakvið KOKS í Færeyjum en er nú að opna sinn eigin stað, Skeiva Pakkhús, í Þórshöfn.

Leif Sørensen eldar eftir árstíðum og staðbundið hráefni er honum mjög mikilvægt. Í fréttatilkynningu segir að margt sé líkt í matargerð Leifs og Slippsins, landslagið á eyjunum tveimur sé svipað og villt hráefni í Færeyjum mjög líkt því sem vaxi í Vestmannaeyjum.

Bæði Leif og Gísli Matthías, yfirkokkur Slippsins, nota hrein og oft óvenjuleg villt hráefni og leyfa þeim að segja sögu landslagsins í réttum sínum. Leif og Gísli unnu Food & Fun matseðilinn saman þar sem Leif sá um að velja aðalhráefnin og helstu bragðsamsetningarnar og Gísli útfærði nánar eftir hvaða hráefni voru fáanleg á Íslandi.

Á boðstólnum verða m.a. Blóðbergs kokteill, þaraflögur, glæný þorskhrogn, nautatartar með ylliblómum, þorskur með skessujurt og sjótrufflum, korngrís á þrjá vegu og jógúrtís með rabbabarakrapi. Nánast allt hráefni er íslenskt og hluti af því týnt og varðveitt frá síðasta sumri.

Sørensen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka