Veitingastaður rukkar 11.900 fyrir grásleppu

mbl.is/Bambus

Það er misjafnt hvernig veitingastaðir verðleggja matinn hjá sér eða hver markhópurinn er en Matarvefurinn fékk ábendingu um að ansi skrautlegt verð væri í gangi á veitingastaðnum Bambus í Borgartúni, sem sérhæfir sig í kínverskum mat og kínverskum ferðamönnum.

Staðurinn þykir almennt góður en eitthvað hefur verðlagningin á sjávarréttunum farið misjafnlega í innlenda gesti staðarins. Einungis er þó um að ræða verð á sjávarréttum því aðrir réttir á matseðli eru öllu hófstilltari í verði.

Hér má sjá nokkur dæmi af matseðlinum:

  • Íslenskur sundmagi í abalone sósu með spergilkáli kr. 10.990
  • Gufusoðin[n] íslenskur leturhumar í hvítlaukssmjöri (5 stykki) kr. 12.990 (10 stykki) kr. 19.990
  • Gufusoðin hörpuskel með hvítlauk og kínverskum hrísgrjónanúðlum (5 stykki) kr. 5.990 (10 stykki) kr. 11.990 
  • Fersk tindabikkja elduð á tvo vegu: djúpsteikt og soja soðin kr. 11.990
  • Íslensk grásleppa "Hong Kong style" kr. 11.990

Ekki náðist í forsvarsmenn veitingastaðarins við vinnslu féttarinnar.

mbl.is/Bambus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert