Leyniráð til að laga betra kaffi

Khadija Ósk Sraidi, kaffibarþjónn hjá Kaffitár, vann nýverið íslensdameistarakeppni kaffibarþjóna og keppir fyrir hönd Íslands í júní í heimsmeistarakeppninni í Amsterdam. Kahadija er því fullkominn kandídat í að svara spurningum um hvernig skuli laga betra kaffi heima fyrir.

„Sjálf drekk ég oftast uppáhellt kaffi eða espresso. Mér finnst einfalt kaffi best. Ef ég fæ mér mjólkurdrykk er það flat white eða cortado með haframjólk. Í þessum drykkjum er fullkomið mjólkurmagn að mínu mati því mér finnst alltof mikil mjólk í latte,” segir hin brosmilda Khadija Ósk en flat white þykir mjög líklegur sem nýjasta æðið í kaffi drykkju hérlendis. Cortado er espresso með álíka miklu magni af mjólk og kaffi, auksmá forðu en sú samsetning á að minnka sýrumagnið í kaffinu og gefa því mýkri tón. Flat white er espresso með mjólk án froðu og mætti í raun kalla hann litla sterka bróðir hins heimsfræga café latte.

Nýmalað! „Það skiptir mestu máli að kaffi sé nýmalað. Því mæli ég með að fólk kaupi kvörn til að mala baunir heima.

Mjólkin! Khadija sjálf er hrifnust af haframjólk (til er sérstök freyði-haframjólk frá Oatly) eða nýmjólk. Því stendur hún í ströngu þessa dagana til að finna út hvernig hún getur komið haframjólk með sér í heimsmeistarakeppnina í Amsterdam.

Beint úr ísskápnum. Ef freyða á mjólk heima skiptir máli að hún sé köld, helst beint úr ísskápnum því þá freyðir hún betur.

Kaffið sjálft. Khadija mælir með að fólk prófi sig áfram með mismunandi kaffitegundir í stað þess að kaupa alltaf það sama af gömlum vana. „Mitt uppáhalds kaffi er Kenya Zahabu eða Gvatemala El Injerto.“

Khadija Ósk hjá Kaffitár og Íslandsmeistari kaffibarþjóna gefur góð ráð.
Khadija Ósk hjá Kaffitár og Íslandsmeistari kaffibarþjóna gefur góð ráð.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert