Ostasamloka með guacamole og beikoni

mbl.is/Closet Cooking

Þessi samloka er sælgæti... við gætum sagt eitthvað flókið og mikilvægt um hana en þess þarf hreinlega ekki. Þess í stað segjum við bara þrennt: ostur - guacamole - beikon. 

Þessa samloku er auðvelt að búa til, eins og reyndar aðrar ostasamlokur. Hún er safarík og heit, fyllt með köldu mjúku guacamole, stökku beikoni og bráðnum cheddarosti. Tortillaflögurnar setja svo punktinn yfir i-ið.

Ostasamloka með guacamole og beikoni

Þessa samloku er auðvelt að búa til, eins og reyndar aðrar ostasamlokur. Hún er safarík og heit, fyllt með köldu mjúku guacamole, stökku beikoni og bráðnum cheddarosti. Tortillaflögurnar setja svo punktinn yfir i-ið.

  • 2 sneiðar beikon
  • 2 sneiðar súrdeigsbrauð
  • 1 msk smjör, stofuheitt
  • ½ bolli rifinn góður bragðmikill ostur
  • 2 msk guacamole
  • 1 msk tortillaflögur, muldar

AÐFERÐ:

  1. Steikið beikonið þar til það verður stökkt, leggið til hliðar á pappír.
  2. Smyrjið aðra hliðina á brauðsneiðunum, setjið helminginn af ostinum á ósmurðu hliðina á annarri sneiðinni, guacamole fer ofan á og síðan beikon og tortillaflögur, loks afgangurinn af ostinum og lokað með brauðsneiðinni, smurða hliðin snýr upp.
  3. Grillið við meðalhita þar til brauðið verður gullinbrúnt og osturinn bráðinn, u.þ.b. 2-3 mín á hvorri hlið.

Uppskrift: Closet Cooking

mbl.is/Closet Cooking
mbl.is/Closet Cooking
mbl.is