Það versta sem þú getur gert blandaranum þínum

Nauðsynlegt er að hugsa vel um blandarann.
Nauðsynlegt er að hugsa vel um blandarann. mbl.is

Blandarar eru mikil nauðsynjatæki og við gerðum óformlega könnun á dögunum þar sem í ljós kom að blandarinn er í öðru sæti yfir mikilvægustu heimilistækin í eldhúsinu. 

Það er því ljóst að nauðsynlegt er að fara þarf rétt með græjuna - þá sér í lagi ef búið er að fjárfesta fyrir mikið fé.

En tvennt er það sem getur farið afskaplega illa með góðan blandara og ber að varast ef tryggja á langt og gott líf blandarans. 

Vitlaust raðað í blandarann. Samkvæmt sérfræðingum á alltaf að setja vökvann fyrst og svo hráefnin. Sér í lagi ef um ódýran eða lélegan blandara er að ræða. Sértu með skriðdreka í blandaralíki þarftu ekki að hafa svo miklar áhyggjur af þessu. 

Þrífið vandlega. Að sögn sömu sérfræðinga er blandarinn ekki nógu vel þrifinn á ansi mörgum heimilum (enginn áfellisdómur þó). Nauðsynlegt sé að taka hann í sundur í hvert skipti sem hann er notaður eða skola hann strax að notkun lokinni. Ekki er verra að setja heitt vatn í skálina og setja hann í gang í smá stund. Margir hafa flaskað á þessu og sett uppþvottalög með. Það getur endað skelfilega (eða skemmtilega) þannig að haltu þig við vatnið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert