Ískaffið frá Nespresso er mætt

Ískaffi Nespresso fer í sölu í dag en drykkirnir eru …
Ískaffi Nespresso fer í sölu í dag en drykkirnir eru byggðir á köldum ítölskum kaffidrykkjum, Caffè Shakerato og Caffè alla Salentina. mbl.is/nespresso

Nú gleðjast kaffiunnendur því að ískaffi Nespresso fer í sölu í dag, 20. júní. Kaffið kemur í takmörkuðu upplagi fyrir sumarið og er um tvenns konar tegundir að ræða, Ispirzione Shakerato og Ispirazione Salentina.

Ispirzione Shakerato er óður til Caffè Shakerato, en það er þekkt uppskrift af köldum, sætum espresso kaffidrykk frá Ítalíu. Þetta kaffi er sterkt og kryddað með öflugri ristun og á að hrista í glasi með ísmolum og sykri svo það renni ljúflega niður í sumarhitanum. Best er að hella upp á 25 ml. af Ispirzione Shakerato í Nespresso vél og hrista saman við 1 tsk. af sykri í kokteilhristu, eða þar til sykurinn hefur bráðnað vel saman við kaffið. Því næst skal fylla hristuna af ísmolum og hrista vel og vandlega í um 20 sekúndur og hella svo kaffinu yfir í kælt vínglas. Ef vel tekst til verður til þykkt lag af sætri espresso froðu sem situr ofan á drykknum.

Ispirazione Salentina er hinsvegar byggð á Caffè alla Salentina sem er uppskrift af ískaffi frá suðurhluta Ítalíu. Þessi kaffiblanda er í senn kraftmikil og krydduð en í góðu jafnvægi og með mikilli fyllingu. Þetta kaffi skal útbúa með því að setja 2-3 ísmola í lungo glas, hella 30 ml. af möndlumjólk yfir, bæta smávegis af sírópi við, og láta Nespresso kaffivélina hella upp á 25 ml. af Ispirazione Salentina út í glasið svo úr verði frískandi drykkur með sætu eftirbragði og rjómakenndri áferð.

Þá er lítið annað að gera en að tylla sér á svalirnar, um leið og sólin lætur sjá sig, láta sem við sitjum í hæðunum við Como-vatn og sloka í okkur ískaffi með heimsborgarabrag.

Ispirzione Shakerato er óður til Caffè Shakerato, á meðan Ispirazione …
Ispirzione Shakerato er óður til Caffè Shakerato, á meðan Ispirazione Salentina er byggður á Caffè alla Salentina drykknum. mbl.is/nespresso
Kaffið kemur í takmörkuðu upplagi fyrir sumarið og er um …
Kaffið kemur í takmörkuðu upplagi fyrir sumarið og er um tvenns konar tegundir að ræða, Ispirzione Shakerato og Ispirazione Salentina. mbl.is/nespresso



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert