Heilsteiktur kjúklingur með fetaostasósu

Það er fátt betra í kvöldmatinn en heilsteiktur kjúlli með sósu sem setur kvöldverðinn á hliðina af kæti. Hér gefur að líta nýjasta Hraðréttinn sem að þessu sinni er funheitur og hressandi. 

Klikkar ekki að venju... njótið vel!

Heilsteiktur kjúklingur með fetaostasósu

Í eldfasta mótið fór:

  • 1 kjúklingur
  • 6 stórar kartöflur
  • 2 stórar gulrætur
  • 1 sæt kartafla
  • 4 skarlottulaukar
  • ½ dl ólífuolía
  • 2 pressuð hvítlauksrif
  • maldonsalt
  • pipar
  • timjan

Kjúklingurinn var penslaður með balsamik-sojasósu:

  • 1 msk. balsamik-edik
  • 1 msk. sojasósa
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 pressuð hvítlauksrif

Salt og pipar fór svo yfir allt áður en kjúklingurinn fór í ofninn (200° í 60 mínútur)

Aðferð:

  1. Skerið kartöflur og gulrætur í fernt á lengdina og sæta kartöflu í bita.
  2. Afhýðið skarlottulauka og skerið í tvennt.
  3. Setjið grænmetið í eldfast mót og hellið ólífuolíu, pressuðum hvítlauki, salti og pipar yfir.
  4. Blandið öllu vel saman og ýtið grænmetinu til hliðar í mótinu.
  5. Skolið og þerrið kjúklinginn.

Kljúfið kjúklinginn á milli bringanna og leggið hann flatann í miðju eldfasta mótsins

  1. Hrærið balsamik-ediki, sojasósu, ólífuolíu og pressuðum hvítlauksrifjum saman og penslið blöndunni yfir kjúklinginn
  2. Stráið salti og pipar yfir allt
  3. Setjið í 200° heitan ofn í 60 mínútur

Köld sósa:

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 150 g mulinn fetaostur
  • 1 hvítlauksrif
  • sítróna
  • salt
  • pipar
  • timjan sett yfir

Aðferð:

Hrærið sýrðum rjóma, fetaosti og pressuðu hvítlauksrifi saman
Smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar
Stráið fersku timjan yfir áður en sósan er borin fram

mbl.is/
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert