Parmesan-kjúklingur sem yljar hjartanu

Þessi kjúklingur fær að krauma í rjómakenndri tómatsósu, kryddaður með ...
Þessi kjúklingur fær að krauma í rjómakenndri tómatsósu, kryddaður með óregano og borinn fram með bráðnum parmesan osti svo bragðlaukarnir taka gleði sína. mbl.is/therecipecritic

Nú þegar rigningarveður, súld og vosbúð virðist engan endi ætla að taka er eina ráðið að hafa það náðugt í eldhúsinu og elda eitthvað huggunarfæði sem yljar okkur að innan. Þessi kjúklingur fær að krauma í rjómakenndri tómatsósu, kryddaður með óregano og borinn fram með bráðnum parmesan osti svo bragðlaukarnir taka gleði sína og við getum gleymt þessu veðri um stund.

Parmesan-kjúklingur sem yljar hjartanu

 • 2 msk. ólífuolía
 • 4 kjúklingabringur
 • 1 lítill laukur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1 dós af niðursoðnum tómötum í sósu
 • ½ bolli rjómi
 • ¼ bolli rifinn parmesan ostur
 • 1 tsk. óregano
 • salt og pipar
 • ½ bolli parmesan ostur

Aðferð

 1. Takið fram stóra pönnu og bætið við einni matskeið af ólífuolíu. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar. Steikið kjúklinginn á meðalháum hita í 4-5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hann brúnast vel og er eldaður í gegn.

 2. Takið kjúklinginn af pönnunni og færið yfir á disk. Bætið við matskeið af ólífuolíu á pönnuna. Saxið laukinn og hvítlaukinn smátt og steikið á pönnunni þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið þá við niðursoðnu tómötunum í sósu á pönnuna. Gott er að merja tómatana með sleif ef þeir eru stórir. Bætið við rjóma, 1/4 bolla af rifnum parmesan osti og óregano kryddi. Bætið því næst við salti og pipar eftir smekk.

 3. Náið upp suðu og setjið þá kjúklinginn aftur á pönnuna útí sósuna og leyfið honum að hitna vel. Rífið vel yfir af parmesan osti eða um 1/2 bolla, og berið fram með pasta, eða einan og sér.
Gott er að bera réttinn fram með pasta, en hann ...
Gott er að bera réttinn fram með pasta, en hann svínvirkar líka einn og sér. mbl.is/therecipecritic
mbl.is