Gisele Bundchen fékk kolvitlausa afmælisköku

AFP

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen fagnaði 38 ára afmælinu á dögunum með pompi og prakt. Þau mistök áttu sér þó stað að á kökunni sem pöntuð hafði verið stóð „Til hamingju með afmælið Albert“ en eins og heimsbyggðin veit heitir Gisele svo sannarlega ekki Albert.

Gisele birti mynd af kökunni á Instagram ásamt skilaboðum til téðs Alberto þar sem hún tilkynnti Alberto að hún hefði fengið kökuna hans. 

Engum sögum fer af viðbrögðum Albertos eða hvort hann hafi fengið köku Gisele, né hvernig hin rétta kaka átti að vera en að öllum líkindum fékk Gisele sér sneið af kökunni - nú eða ekki þar sem þau hjónin borða afburðahollan mat og helst engan sykur.

Kakan sem Alberto var ætluð.
Kakan sem Alberto var ætluð. mbl.is/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert