Einfaldur pastaréttur með brakandi brokkolí og spínati

Einfaldur en góður pastaréttur sem klikkar ekki.
Einfaldur en góður pastaréttur sem klikkar ekki. mbl.is/Spis Bedre

Þegar maginn kallar á gott pasta og eitthvað hollt og grænt með, þá er þetta rétturinn fyrir þig. Ofureinfaldur pastaréttur með brokkolí og spínati ætti að seðja hungrið, toppað með nýrifnum parmesan-osti. Þessi réttur getur ekki klikkað. 

Einfaldur pastaréttur með brokkolí og spínati (fyrir 4)

 • 500 g brokkolí
 • 400 g spaghettí
 • 1 egg
 • 1 stórt hvítlauksrif
 • 200 g ferskt spínat
 • 50 g parmesan-ostur
 • 2 msk. ólífuolía

Aðferð

 1. Skolið brokkolíið og skerið það þvert í langa bita þannig að stilkurinn sé með.
 2. Sjóðið spaghettíið í léttsöltuðu vatni í 10 mínútur, eða þar til það nær „al dente“. Bætið þá brokkolíinu saman við restina af eldunartímanum á spaghettíinu. Takið 1½ dl af vatninu frá og geymið þar til á eftir. Hellið restinni af vatninu úr pottinum.
 3. Pískið egg í skál og bætið við pressuðum hvítlauk. Blandið pastavatninu saman við og hrærið létt þannig að allt blandist vel saman.
 4. Hellið eggjablöndunni í pottinn með spaghettíinu og brokkolíinu og blandið saman.
 5. Því næst bætist spínatið við.
 6. Njótið meðan heitt er og stráið nýrifnum parmesan yfir diskinn með skvettu af góðri ólífuolíu.  

%MCEPASTEBIN%

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert