Ferskur jarðarberjasmoothie

mbl.is/Blomsterberg

Hér er uppskrift að ferskum jarðarberjasmoothie sem er álíka ferskur og kokteill við sundlaugarbakkann. Uppskriftin er hentug í tvö stór glös – ef þú tímir að deila með þér.

Ferskur jarðarberjasmoothie (passlegt í 2 stór glös)

  • ½ vanillustöng
  • 250 g frosin jarðarber
  • 100 g sykur
  • 3½ dl hrein súrmjólk
  • 1 dl rjómi
  • 3 msk. sítrónusafi

Aðferð:

  1. Skerið vanillustöngina langsum og skrapið innan úr með litlum hníf. Merjið vanillukornin með smávegis af sykrinum, þannig að kornin skiljist að. Bætið því næst restinni af sykrinum út í.
  2. Blandið frosnu jarðarberjunum saman við sykur, súrmjólk, rjóma og vanillusykurinn í blandara.
  3. Smakkið til með sítrónusafa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert